5 Bestu Augnkremin

Augun okkar og húðin í kringum augnsvæðið eru afar viðkvæm.
Augnsvæðið er talið vera á áhrifaríkasta svæðið á andlitinu okkar sem ber ummerki um öldrun í húðinni. Svæðið í kringum augun eldist því mun hraðar en önnur svæði á andlitinu.
Það er því afar nauðsynlegt að hugsa vel um augun okkar en til þess þurfum við sérstök augnkrem. Augnkremin hafa allt aðra eiginleika en rakakremin okkar en þau eru hönnuð sérstaklega til að næra og vernda þetta viðkvæma svæði á andlitinu okkar.

 1. Shiseido Wrinkle Smoothing Eye Cream
Vinsælasta kremið til fjölda ára er nú komið með nýja og endurbætta formúlu.
Augnkrem sem hefur mjög mikla virkni fyrir augnsvæðið
Það veitir augnsvæðinu mikinn raka og dregur úr öldrunareinkennum á aðeins 7 dögum.
Húðin verður einstaklega mjúk og rakinn endist í húðinni í allt að 48 klukkustundir.

 2. Chanel Le Lift Créme Yeux
Þetta dásamlega augnkrem inniheldur silkimjúka formúlu sem vinnur hratt og vel gegn ótímabærri öldrun húðarinnar. Augnkremið dregur úr roða, baugum og þrota á augnsvæðinu. Augnsvæðið verður einnig bjartara og þéttara.

 3. Clarins Multi-Active Eye
Stress og lítill svefn getur haft mikil áhrif á húðina okkar og þá sérstaklega augnsvæðið. Clarins Multi-Active Eye heldur augunum ferskum og unglegum. Formúlan er gelkennd en hún birtir til undir augum, veitir góðan raka, dregur úr dökkum baugum og þrota. Ásetjarinn er úr köldu stáli sem veitir mikinn ferskleika á augnsvæðið ásamt því að róa húðina. Hentar vel mjög viðkvæmum augum.

 4 Elizabeth Arden Ceramide Lift and Firm Eye Cream SPF15
Ceramide línan hjá Elizabeth Arden er gríðarlega vinsæl og þar á meðal augnkremið en það hefur unnið til fjölda verðlauna. Kremið inniheldur Ceramide sem hjálpar kollagen frumunum að viðhalda sér og vernda gegn frekari niðurbroti. Formúlan þéttir augnsvæðið og stinnir ásamt því að veita húðinni meiri birtu. Það skemmtilega við þett augnkrem er að það inniheldr vörn SPF15 til að vernda augnsvæðið en betur.

 5. Guerlain Abeille Royale Gold Eyetech
Augnserum með léttri og dásamlegri formúlu sem dregur sig inn í húðina á stuttum tíma.
Með reglulegri notkun er augnsvæðið ferskara, rakameira og fínar línur grynnri. Ásetjarinn er mjög einstakur en hann úr stáli og er hannaður til að líkjast fingri svo ásetningin verði sem mest áhrifaríkust.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR