5 bombur frá Nip+Fab!

Húðvörurnar frá Nip+Fab eru í miklu uppáhaldi þessa dagana enda frábærar vörur á góðu verði! Nip+Fab sérhæfir sig í framleiðslu á húðvörum fyrir líkama og andlit með sérstökum fókus á ákveðin svæði eða markmið.  Hérna koma 5 vörur sem heilla!

Nip+Fab Glycolic fix overnight purifying gel

Nætur meðferð fyrir líflausa/feita húð. Gelið slípar, sléttir og hreinsar húðina yfir nóttina, svo að morgni er hún bjartari og sléttari ásýndum. Gelið undirbýr húðina yfir nóttina fyrir næsta dag.

+ 4% Glycolic acid > slípar yfirborðið
+ salisylic acid > hjálpar að losa stíflur
+ Vítanín B3 > gefur jafnari húðlit
+ chamomile extract > róar húðina og veitir þægindatilfinningu

Nip+fab mattifying pore minimizing primer mask

Æðislegur maski fyrir alla þá sem glíma við olíumikla og glansandi húð. Maskinn er frábær undirbúningur fyrir farða þar sem hann mattar húðina og dregur úr glans en nærir á sama tíma. Blanda af vítamínum, amínó sýrum og hyloronic sýrum dregur úr olíumyndun og minnkar ásýnd opinna svitahola. Gefur raka án þess að glansa!

Glycolic Fix Daily Cleansing Pads

Mildar bómullarskífur drekktar í vökva sem að hreinsa yfirborð húðarinnar og fjarlæga allan þurrk. Gott er að nota þær á morgnana og það má nota þær daglega. Skífurnar innihalda líka hyaluronic sýru sem gefur húðinni góðan raka. Við mælum með að nota þessar til að undirbúa húð fyrir förðu

Dragons Blood Fix Eye Mask

Fullkomni augnmaskinn til að fríska, lifta og birta augnsvæðið á aðeins 20 minutum. Þessar kælandi og rakagendandi skífur má t.d. nota á morgnana til að draga úr þrota eftir erfiða eða svefnlausa nótt. Þær innihalda dragon’s blood, hýalúrónsýru og linolenic acid sem styrkir húðina og dregur úr línum.

Nip+Fab, Kale Fix rakakrem

Hlaðin formúlu úr grænkáli, watercress og möndlu olíu sem endurnæra húðina. Kale Fix vörurnar eru stútfullar af vítamínum sem saman vernda húðina gegn utanaðkomandi árhrifum. Algör rakasprengja fyrir húðina.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR