Chanel dagar standa nú yfir í verslunum Hagkaups, svo það er 20% afsláttur af öllum vörum og auka Tax Free afsláttur. Svo það er tvöfaldur afsláttur af öllum Chanel vörum. Við tókum saman 5 skotheldar vörur sem við elskum og mælum með fyrir ykkur að prófa.
Hydra Beauty Micro Sérum
Hydra Beauty Micro Sérum inniheldur örsmáar kamillu ambúlur sem bráðna auðveldlega inn í húðina þína og gefa henni 24 stunda raka. Rannsóknir hafa sýnt að kraftar kamillu blómsins gefa húðinni góðann raka og verndar efsta lag húðarinnar frá streituvaldandi áhrifum í umhverfinu. Serumið gefur andlitinu einnig góða fyllingu.
CC Krem
Létt CC krem með SPF 50 ætti að vera þín GO TO vara í sumar. Kremið hefur 5 ofurkrafta en það jafnar áferð húðarinnar, veitir henni næringu, leiðréttar, verndar og birtir. Gefur einstaklega fallegan ljóma með miðlungs þekju. Áferðin verður mjög náttúruleg og falleg.
Poudre Universelle Libre
Mikilvægt er að muna eftir að setja förðunina svo hún haldist vel út daginn, en Poudre Universelle Libre lausa púðrið frá Chanel er fullkomið fyrir það. Húðin verður mött, slétt og frábær allan daginn. Púðrið er einnig til í nokkrum litum en við elskum glæra púðrið.
Rouge Coco Bloom
Getum ekki hrósað þessum varalit meira og hann er fullkominn fyrir sólríka sumardaga. Varaliturinn er einstaklega mjúkur og gefur vörunum góða næringu. Einnig er hann mjög litsterkur og það besta er að hann gefur vörunum aukna fyllingu. Við mælum með lit nr 116, 130 & 124.
Coco Mademoiselle Mist
Fræga Coco Mademoiselle er nú fáanlegt sem mist sprey og er það fyrir þær sem vilja ekki eins sterkann ilm og ilmvantið sjálft. Mistið er létt og fullkomið fyrir sumarið.