Vinsælustu sólarpúðrin

Sólarpúður eru alltaf vinsæl og þá sérstaklega á sumrin. Það skemmtilega við sólarpúður er að það er hægt að leika sér með þau á margvíslegan hátt.
Sólarpúður er oft notuð til  að ýkja upp andlitsdrætti,  sem augnskugga og gefa auka hlýju í andlitið, bringu eða önnur svæði.
Það getur verið flókið fyrir marga hvar eigi að staðsetja sólarpúðrið en það er góð regla að bera sólarpúðrið frá enda ennis og niðrá kjálka í þrist.

Hvort sem það er vetur eða sumar er alltaf tilefni fyrir smá sólarpúður.
Box12.is hefur tekið saman nokkrum sólarpúður sem eru ómissandi í snyrtitöskuna og eru fullkomin hvar og hvenær sem er.

1 . Chanel – Soleil Tan De Chanel
Sólarpúðrið sem varð að vinsælasta sólarpúðri ársins á einni nóttu.
Þetta frábæra sólarpúður hefur kremáferð sem blandast fullkomlega við húðina eða farðann.
Formúlan bráðnar inn í húðina og skilur eftir náttúrulega og fallega áferð.
Liturinn er einstaklega hlýr og hentar öllum húðtýpum.
ProTip: Blandaðu Soleil Tan De Chanel við rakakremið þitt á bringuna fyrir extra fallegt sumarlúkk.

2. Shiseido Synchro Skin Cushion Compact Bronzer
Mjög skemmtilegt sólarpúður með fljótandi formúlu sem er einstaklega létt á húðinni.
Gefur náttúrulega hlýju, fallega áferð og léttan ljóma. Formúla sem andar vel á húðinni og auðvelt að byggja upp.

 3. Gosh CONTOUR’N STROBE KIT
Æðisleg palletta frá GOSH með fjórum litum. Inniheldur tvö sólarpúður, kinnalit og highlighter. Fullkomið fyrir fólk sem er mikið á ferðinni.
Létt púður áferð sem legst fallega ofan á húðina eða farðann. Formúlan er litsterk og auðveld í blöndun.
Litur: 001

4. Clarins Glow 2 Go
Skemmtilegt sólarpúður í stiftformi frá Clarins.
Auðvelt er að blanda formúluna við farðann og hefur hún fallega perluáferð sem gefur náttúrulegt yfirbragð á húðina. Falleg og sumarleg hlýja með léttum ljóma.
Kinnalitur er á öðrum endanum sem fullkomnar heildarlúkkið.
ProTip: Berið Glow 2 Go á bringubein og axlir fyrir fallega og sumarkyssta húð

 5. Guerlain – The Terracotta Bronzing Powder
Það er í raun ekki hægt að sleppa vinsælasta sólarpúðrinu til fjölda ára en Terracotta sólarpúðrin eru alltaf í topp sætinu.
Aðal sólarpúðrið Terracotta Bronzing Powder gefur fallegt og sólkysst yfirbragð. Veitir náttúrulegt og einstaklega fallega hlýju. Formúlan er litsterk og ilmar dásamlega. Kemur í 5 litum.

6. Terracotta Light
Sólarpúður með léttum kinnalit. Gefur létta sanseringu og fallegan ljóma. Mjög létt áferð sem auðvelt er að byggja upp.
6 litir

7. Terracotta Sun Trio
Matt sólarpúður með fallegum skyggingarlitum.
Litirnir eru kaldir ólíkt öðrum Terracotta sólarpúðrunum sem gera þessa fullkomna í skyggingu bæði á andliti og augum.
2 litir.

 

 

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR