7 ómissandi vörur frá Elizabeth Arden

Elizabeth Arden er merki sem hefur starfað frá árinu 1910. Merkið hefur haldið hreinleika sínum öll þessi ár og en það má segja að Eight Hour kremið þeirra vinsæla hafi komið þeim á kortið.
Vörurnar eru þekktar fyrir að vera rakamiklar, hreinar og með mikla virkni.

Við tókum saman nokkrar vörur sem eru algjörlega ómissandi frá Elizabeth Arden.

 1. Eight Hour Cream
Vinsælasta varan frá upphafi hjá Elizabeth Arden er Eight Hour Cream.
Kremið er þekkt fyrir að hafa ótal eiginleika en formúla þess virðist vinna gegn öllu. Varaþurrkur, þurrkublettir, bruni, handamaski svo fá dæmi séu nefnd.
Eight Hour kremið veitir húðinni djúpa næringu og verndar hana hvar og hvenær sem er, túpan er mjög hentug í töskuna og hentar því fólki á ferðinni fullkomlega.
Á aðeins 8 tímum er hámarks árangri náð. Hægt er að lesa meira um kremið hér

 2. Eight Hour Miracle Hydrating Mist
Rakasprey sem er stútfullt af andoxunarefnum og vítamínum. Spreyinu má spreyja á andlitið hvenær sem fyrir smá ferskleika og aukinn raka.
Fullkomið sprey sem má nota eftir æfingu, fyrir eða eftir farða og jafnvel fyrir svefninn.

3. Green Tea Honey Drops Body Cream
Líkamskrem sem gefur húðinni þinni hámarks raka. Blanda af hunangi og grænu tei sjá til þess að húðin þín sé vel nærð og yfirveguð.
Segðu bless við þurra húð og farðu inn í veturinn með raka mikla húð.

4. Green Tea Pomegranate Eau De Toilette Spray
Ferskur, bjartur og dásamlegur ilmur. Ilmurinn fær innblástur sinn í sætum ávöxtum sem lífga upp hversdagsleikann.
Nótur af Pomegranate, Bergamot, Magnolia og White Moss er einstök blanda sem gerir ilminn ferskann og fallegan.

5. Retinol Ceramide Capsules Line Erasing Night Serum
Virkni, raki og fullkomnun einkennir þetta dásamlega serum. Reitnol Ceramide Serumið er afar virkt en það vinnur gegn fínum línum og ótímabærri öldrun ásamt því að jafna yfirborð húðarinnar og þétta hana. Hver ambúlla inniheldur þann skammt sem húðin þín þarfnast hvert kvöld.
Ceramide sér til þess að örva kollagen framleiðslu húðarinnar og vernda hana frá frekari niðurbroti.
Sýnilegur árangur á aðeins einum mánuði

6. Ceramide Lyft and Firm Day / Night Cream
Fyrir enn meiri árangur mælum við með Ceramide rakakremunum sem vinna ótrúlega vel með Ceramide seruminu.
Ceramide Lyft and Firm kremin standa vel undir nafni en formúlan þeirra mótar áferð húðarinnar, mýkir hana og veitir henni raka. Formúlan inniheldur Ceramide sem vinnur gegn niðurbroti kollagen framleiðslunar.
Kremin veita góðan raka og húðin verður silkimjúk með reglulegri notkun.

 7. Vitamin C Ceramide Capsules
Serum ambúllurnar hafa hlotið mikilla vinsælda hjá Elizabeth Arden að núna er komið nýtt serum, Vitamin C Ceramide.
Formúlan er 178 sinnum virkari en hefðbundið C vitamin. Ástæðan er sú að það er í olíuformi og húðin tekur enn betur við því.
Serumið birtir húðina, bætir allan ljóma, jafnar húðlitinn, minnkar dökka bletti og vinnur gegn öldrun.
Einnig eykur serumið kollagen og elastin í húðinni.
Dásamlegt serum þegar þú vilt jafna húðlitinn en fá góða virkni um leið.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR