8 tímar með Elizabeth Arden.

Eight Hour er örugglega vinsælasta línan hjá Elizabeth Arden. Upphafið af línunni varð til með Eight Hour kreminu vinsæla en það krem hefur fjölda eiginleika og má nota á margvíslegan hátt. Meira má lesa um kremið hér. 

En línan hefur stækkað síðan komu Eight Hour Creme og er innblástur allra varanna byggður á kreminu vinsæla. Línan inniheldur hámarks raka, hefur þá eiginleika að vernda, næra og byggja upp skemmdir. Áhrifavaldar og förðunarfræðingar um allan heim lofsama þessari dásamlegu línu svo við hjá BOX12 viljum deila með ykkur nokkrum frábærum vörum úr Eight Hour línunni.

Eight Hour Creme.
Það er ekki hægt að skrifa þetta blogg án þess að minnast á Eight Hour Creme. Kremið sem er upphafið af þessu öllu saman. Eight Hour Creme hefur fjölda eiginleika m.a. að vinna gegn þurrki, bruna, sprungum vörum, hörðum hælum en förðunarfræðingar nota kremið einnig mikið til að búa til fallega gloss og glasandi áferð bæði á andlit og líkama.

Eight Hour Creme All Over Miracle Oil
Kraftaverka olía sem verkar frá toppi til táar. Einstaklega góð næring fyrir líkama, andlit og hár en olían hefur nærandi áhrif í allt að 8-12 tíma. Olían nærir þurra húð, róar viðkvæma og verndar gegn frekari skemmdum í húðinni okkar sökum mengunar. Olían gefur aukinn glans í hárið, en hún er einnig fullkominn til notkunar eftir rakstur. Eykur náttúrulegt kollagen húðarinnar. Olían er frábær til að mýkja upp naglabönd.

Eight Hour Miracle Hydrating Mist
Rakasprey sem inniheldur andoxunarefni, vítamín og raka.
Einstaklega ferskandi og vekur strax húðina með fíngerðum úða. Húðin verður heilbrigðari og geislandi. Nota má spreyið strax á morgnanna, ofan á farða eða hvenær sem er yfir daginn til að frýska upp á húðina. Miracle Mist er einnig dásamlegt á kvöldin fyrir svefn.

Eight Hour Cream Nourishing Lip Balm Broad Spectrum SPF20
Það getur verið verulega óþæginlegt að vera með þurrar og sprungnar varir. Þessi varasalvi hjálpar þér að næra varirnar. Inniheldur hámarks raka og sér til þess að varirnar haldist mjúkar og sléttar. Verndar varirnar gegn frekari skemmdum eins og UVA og UVB geislum.

Elizabeth Arden Great 8 Daily Moisturizer
Þetta nýja rakakrem er miklu meira en rakakrem, meira en sólarvörn. Great 8 er allt sem þú þarfnast í einni túpu, líkist Eight Hour kreminu vinsæla en er sérstaklega hannað sem rakakrem fyrir andlitið. Rakakremið verndar húðina og veitir henni náttúrulegt og fallegt yfirbragð. Formúlan er létt og gefur húðinni dásamlega mýkt og náttúrulegan ljóma.
Hentar öllum húðtýpum.

 

Elizabeth Arden má finna í verlsunum:
beautybox.is
Hagkaup Kringlu
Hagkaup Smáralind
Hagkaup Garðabæ
Hagkaup Skeifan
Hagkaup Spöng
Hagkaup Njarðvík
Hagkaup Akureyri
Lyf & Heilsu Kringla
Lyf & Heilsu Austurveri
Lyf & Heilsu Glerártorgi
Lyf & Heilsu Selfossi
Lyf & Heilsu Eskifirði
Lyfju Laugarvegi
Lyfju Lágmúla
Lyfju Sauðárkróki
Lyfju Smáralind.
Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR