Aðventu leikur Nr.1 – Vilt þú vinna….

Við erum í jólastuði og á hverri aðventu til jóla munum við hafa veglegann gjafaleik þar sem tveir einstaklingar vinna ótrúlega flotta gjöf frá Box 12. Eina sem þú þarft að gera er að fylgja okkur á Facebook og Instagram og merkja vin eða vinkonu.

Fyrsti vinningur í gjafaleiknum er heldur betur veglegur! Í vinning eru ýmsar vörur frá Guerlain og Elizabeth Arden.

Guerlain

Jólalínan frá Guerlain hefur vakið mikla athygli enda er hún guðdómleg. Við erum að gefa 3 hluti úr þessari lína, þeir eru augnskuggapallettan, ljómaperlurnar og highlighterinn.

  1. Í palletunni eru 10 fallegir litir sem samanstanda af möttum, sanseruðum og glimmer augnskuggum, auk þess fylgir augnskuggabursti með pallettunni.
  2. Météorites perlurnar eru í 6 mismunandi tónum, allar með sinn eiginleika til að gefa andlitinu þínu fallegann ljóma og í ár er ný gyllt perla sem eykur ljómann enn meira.
  3. Terracotta púðrið er í veglegu gylltu hulstri og getur verið notaður sem sólarpúður, kinnalitur eða highlighter. Púðrið gefur andlitinu þínu fallegann ferskleika og náttúrulegann lit.

Einnig langar okkur að gefa yndislega ilminn frá Mon Guerlain. Þessi ilmur er mjög klassískur, kvenlegur og fallegur á snyrtiborðinu þínu.

Elizabeth Arden

Eight Hour er örugglega vinsælasta línan hjá Elizabeth Arden. Upphafið af línunni varð til með Eight Hour kreminu vinsæla en það krem hefur fjölda eiginleika og má nota á margvíslegan hátt. Línan inniheldur hámarks raka, hefur þá eiginleika að vernda, næra og byggja upp skemmdir.

  1. Eight Hour krem hefur fjölda eiginleika m.a. að vinna gegn þurrki, bruna, sprungnum vörum, hörðum hælum en förðunarfræðingar nota kremið einnig mikið til að búa til fallegan gloss og glasandi áferð bæði á andlit og líkama.
  2. Eight Hour líkams kremið (e. body lotion) er unaðslegt krem fyrir líkamann þegar húðinn finnur fyrir miklum þurki. Tilvalið er að bera kremið t.d. á olboga, hæla eða hnén. Kremið gefur húðinni góðann og djúpann raka í allt að 8 klst.
  3. Eight hour varasalvinn er frábær varasalvi sem kemst auðveldlega fyrir í veskið þitt. Hann gefur vörunum 8 klst raka og næringu. Frábær vara þegar það byrjar að kólna í veðri og varirnar þorna upp.
Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR