Aðventuleikur nr.2 – Fyrir dömur og herra

Við höldum áfram með aðventuleikinn okkar en nýr aðventuleikur fór í gang núna, 6.desember og stendur til 11. desember. Í þessum gjafaleik eru tveir einstaklingar sem vinna, en í vinning eru veglegur pakki fyrir dömur og annar fyrir herra. Eina sem þú þarft að gera er að fylgja okkur á Facebook og Instagram og merkja vin eða vinkonu.

Í þessum aðventuleik er vinningur fyrir bæði kynin, hægt að vinna okkar uppáhalds vörur frá Clarins og yndislegan ilm.

Dömupakkinn inniheldur glaðning frá Clarins & Jean Paul Gaultier
 1. Clarins Plant Gold er dámsamlegt andlitskrem sem bráðnar fallega inn í húðina, gefur henni einnig raka sem endist vel á andlitinu. Varan inniheldur létt andlitskrem ásamt 100% náttúrulegri ilmkjarnaolíu. Í einni pumpu blandast kremið og olían saman, veitir húðinni góðann raka, ró og náttúrulegann ljóma.
 2. Clarins Tonic Body Polisher er yndislegur sykurskrúbbur sem tónar húðina, þéttir hana og skrúbbar í burtu allar dauðar húðfrumur. Í skrúbbnum er unaðsleg olía sem sér til þess að næra húðina um leið.
 3. Clarins Moisture Rich Body Lotion er rakakremið sem þú þarft núna. Við finnum oft fyrir miklum þurrki á veturna og er þetta rakakrem því tilvalið núna. Það veitir líkamanum hámarks raka og inniheldur Ferskju Mjólk, Shea og Candlenut olíur.
 4. Total Eye Lift augnkremið sér til þess að aungsvæðið þitt fái fulla útgeislun á aðeins 60 sekúndum. Það er þróað fyrir konur á öllum aldri, dregur úr þrota og baugum, minnkar fínar línur og stinnir allt augnsvæðið.
 5. Wonder Perfect Mascara 4D er hreinlega frábær maskari, hann greiðir vel úr hverju hári, lengir og þéttir augnhárin án þess að klessa þau. Í maskaranum er einnig B Vítamín og panthenol sem styrkir og lengir augnhárin.
 6. Clarins Joli Rouge Lipstick er vara sem við elskum allar, unaðslega mjúkir og nærandi varalitir sem haldast lengi á vörunum. Þessi einstaklega fallegu varalitir eru til í mismunandi áferðum svo auðvelt að finna þann rétta fyrir þig. 
 7. Jean Paul Gaultier La Belle er einn af bestu ilmunum frá JPG að okkar mati, en hann er afar djúpur, kynþokkafullur og seiðandi. Glasið er einstaklega lýsandi í takt við ilminn.

 

Herrapakkinn inniheldur glaðning frá Clarins & Paco Rabanne
 1. Clarins Men Shampoo & Shower er tilvalin vara fyrir einföldu mennina okkar. Þessi 2 fyrir 1 shampó og sturtusápa inniheldur panthenol sem lífgar upp á húðina og skilur líkamann eftir ferskann.
 2. Clarins Men Active Face Wash hreinsirinn sér til þess að skilja andlitið eftir ferskt, hreint og án ertingar. Hreinsirinn róar einnig þau sár sem geta myndast við andlitsrakstur, frískar það og verndar húðina.
 3. Clarins Men Super Moisture Balm er andlitskrem sem gefur virkilega góðan raka fyrir mjög þurra húð. Tekur strax á vandamálunum. Kremið styrkir húðina og heldur henni rakagóðri, en það má bera kremið á andlit og háls.
 4. Paco Rabanne 1 Million gjafakassinn inniheldur 1 Million ilminn og svitalyktareyðinn.  1 Million er seiðandi, ákveðinn og smá ýktur. llmurinn er með söltum nótum, amberviður sem gefur mjúka áferð á ilminn. Sólar og leðurnóturnar vinna fullkomlega í blandi við furunóturnar.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR