Alexsandra Bernharð mælir með

Við könnumst öll við bloggarann og áhrifavaldinn Alexsöndru Bernharð en hún er afar dugleg að leyfa fylgjendum sínum fylgjast með sínu daglega lífi, allt frá móður hlutverkinu í hennar uppáhalds snyrtivörur.

Okkur finnst svo gaman að kíkja í snyrtibuddurnar hjá öðru fólki en við fengum Alexsöndru til að deila með okkur hverjar hennar uppáhalds vörur væru.

Clarins Hydra-Essentiel Serum
Besta rakaserum sem ég hef prófað. Það er ótrúlega létt en á sama tíma fyllir það húðina af raka og gerir hana fyllri.

Clarins Extra-Comfort Toning Lotion
Mjög rakagefandi tóner sem ég nota bæði á morgnanna og kvöldin. Fullkomið fyrir mjög þurra og viðkvæma húð.

Clarins Extra-Firming Yeux
Augnkrem sem stinnir, veitir raka ásamt því að birta til undir augunum. Allt sem ég leitast eftir í augnkremi í einni dásamlegri flösku.

 

 

Nip&Fab Express Mousse í Caramel
Brúnkuvörurnar frá Nip&Fab komu mér verulega á óvart en þær gefa manni dásamlega fallegann, jafnan og náttúrulegan lit án þess að smita frá sér og skilja eftir lykt. Express froðan í litnum Caramel er í mikli uppáhaldi hjá mér en ég fæ fallegan lit á einungis þremur klukkutímum.

Guerlain L’Essentiel farði
Þessi farði frá Guerlain er ótrúlega náttúrulegur og gefur húðinni svo fallegann ljóma sem endist allan daginn. Hann getur ekki klikkað!

 

Clarins Wonder Perfect 4D maskari
Ég er mjög kröfuhörð þegar kemur að því að velja maskara en þessi frá Clarins lengir, þykkir, smitar ekki frá sér og endist allan daginn.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR