Allt fyrir augabrúnirnar

Augabrúnir hafa verið mjög áberandi í förðunarheiminum síðustu ár og eru fallegar augabrúnir stór partur af fallegri förðun í dag. Hvort sem það er blýantur, gel eða púðurvara er mikilvægt að notast við góðar vörur til að ná fram fallegum og vel snyrtum augabrúnum.

 1. Shiseido Brow InkTrio
Æðislegur augabrúnapensill sem hægt er að nota á margvíslegan hátt. Pensillinn er örmjór svo hægt er að búa til fallegar strokur í augabrúnirnar á mjög nákvæman hátt. Á öðrum endanum er púðursvampur til að ná fram fylltri áferð og greiða sem mótar brúnirnar. Formúlan smitast ekki og helst vel á í vatni.

 2. Clarins Double Fix’ Mascara
Glært gel sem setja má bæði á augnhár og augabrúnir. Vatnsheld formúla sem sest ofan á maskarann eða augabrúnalitinn. Formúlan verndar hvaða augabrúnavöru sem er gegn vatni eða svita. Greiðir vel í gegnum hárin og er fullkomin eitt og sér líka.

 3. Clarins Perfect Eyes & Brows Palette
Falleg palletta sem inniheldur allt sem þú þarft til að framkalla vel snyrtar og fallegar augabrúnir.
Þrír púðurlitir og spegill. Inniheldur einnig sérstakt vax sem festir niður augabrúnirnar enn frekar og ljómapúður sem má setja á augabrúnabeinið til að ýkja mótunina á brúnunum enn frekar.
Pro Tip: Púðurlitina má einnig nota sem augnskugga og ljómavöruna sem highlighter.

 4. Chanel Stylo Sourcils Waterproof Defining Longwear Eyebrow Pencil
Skáskorinn blýantur sem er mjög auðveldur í notkun.
Formúlan er einstaklega endingargóð og litsterk. Á öðrum enda blýantsins er að finna greiðu sem greiðir vel úr augabrúnunum og blandar litinn en frekar.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR