Allt sem þú þarft í snyrtibudduna fyrir sumarið á geggjuðum afslætti!

Í kvöld og um helgina má gera frábær kaup á snyrtivörum! Við mælum með því að þið gerið ykkur ferð í Kringluna í kvöld en þar er miðnætursprengja og því opið til miðnættis í kvöld! Þar má finna æðislega afslætti af snyrtivörum í Lyf og heilsu og Hagkaup.

Ef þið komist ekki á stjá í kvöld þurfið þið ekki að hafa áhyggjur því um helgina er einnig kauphlaup í Smáralind! Það er svo sannarlega tilefni til þess að gera vel við sig!

Hérna koma nokkrar vörur sem við mælum með að þið kynnið ykkur en þær vörur sem við tókum saman henta einstaklega vel fyrir ljómandi og fallega sumarförðun.

 

Ljómandi, náttúruleg húð og fallega rauðar varir

Lingerie de peau BB cream- Fullkomið í snyrtibudduna í sumar! BB kremið er rakagefandi og inniheldur sólarvörn. Létt þekja en leiðréttit misfellur og litamun. Frábært fyrir þær sem vilja náttúrulega og sumarlega húð.

Guerlain, Maxi lash- Maskarinn greiðir vel úr augnhárunum á sama tíma og hann lengir og þykkir. Hann inniheldur olíur sem vernda augnhárin og koma í veg fyrir að hann molni eða leki. Allt sem þú leitar að þegar kemur að maskara!

 Guerlain, Météorites Compact- Í púðrinu eru litir gefa ljóma meðal annars mattur grænn sem eyðir roða, mattur fjólublár sem frískar upp á húðina og dregur úr gulum tónum, mattur ferskjulitur sem birtir upp húðina og sanseraður hvítur sem gefur fallegan ljóma. Þegar öllu þessu er blandað saman á bursta og dustað yfir húðina skilur það eftir sig ótrúlega fallega áferð á húðinni og ljóma sem er engum líkur.

Guerlain Multi Perfecting concealer- 2 in 1 hyljari sem hylur hvaða bauga sem er og gefur raka um leið! Galdur í 12 ml túpu sem dregur úr þrota og blekkir augað með blurr áhrifum. Með því að dúmpa formúlunni færðu fullkomna loka útkomu. Best er að velja tón sem að passar þínum húðlit eða þann sem er ögn ljósari fyrir aukin ferskleika.

Terracotta Sun Trio- Þrískipt púður sem að gefur þér allt sem þarf í fullkomna skyggingu. Fyrsti liturinn er aðal skyggingaliturinn, hann er fullkominn í þristinn (enni,kinnbein,kjálki). Næst er það litur 2 sem að er dekkri skyggingalitur hugsaður í að gefa skyggingunni meiri dýpt. Litur 3 er síðan highlight, hann gefur andlitinu ljóma á hæstu punktum andlitsins án þess að gera þig glansandi. Annars getur þú líka farið með stórum púðurbursta yfir allt púðrið og notað það yfir allt andlitið.

Guerlain Rouge G- Kremaður og mjúkur litur með jojoba og mango olíu sem nærir varirnar vel og heldur raka í vörunum allan daginn. Hyaluronic sýra og Gugul Resin koma í veg fyrir varaþurrk og gefa vörunum fyllingu. Mikill litur og góð ending. Við erum að elska þennan fullkomna rauða og sumarlega lit sem heitir Garconne og er númer 25.

Guerlain, Aqua Allegoria- Kókos kokteill með hint af bergamot, freesia, tonka baunum og sandalvið. Ferskleikinn leynir sér ekki í þessum dásamlega ilmi sem gefur okkur sumar beint í æð! Fullkomin blanda af ferskleika og musk.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR