Ampúlurnar frá Elizabeth Arden, hvað gera þær?

Elizabeth Arden hafa gefið út serum línu í formi hylkja síðan 1990, kallaðar ampúlur. Einungis þarf eitt hylki og er það nóg til að bera á andlit og háls. Serumið er borið á hreint andlit eða áður en rakakremið er sett á. En hvað gera þessi hylki?

Í þessari færslu ættlum við að fræða ykkur um Elizabeth Arden hylkin og töframátt þeirra.

Til þess að opna hylkin er snúið upp á hálsinn á hylkinu tvisvar og innihaldið kreist á andilit eða í fingurgómana. Það má nota hylkið einu sinni eða tvisvar á dag. Einnig kunnum við vel að meta það en hylkin eru niðurbrjótanleg í umhverfinu.

Advanced Ceramide

Advanced ceramide ampúlurnar eru hreinar, nákvæmar og öflugar. Í hylkjunum er þreföld virkni gegn öldrun, húðin verður heilbrigðari, stinnari og þéttari. Þessi frábæru hylki henta öllum húðtýpum, minnkar sýnilegar línur og húðholur. Henta einstaklega vel þeim sem eru með viðkvæma húð. Formúlan inniheldur keramíð og peptíð sem vinna gegn ummerkjum öldrunar og styrkja virkni húðarinnar.

Retinol Ceramide

Retinol er tilvalið fyrir kvöldrútínuna þína, en við mælum með að setja þessar ampúlur á andlitið fyrir nóttina. Retinol styrkir, endurnýjar og nærir húðina á meðan þú sefur. Varan sér til þess að draga úr sýnilegum öldrunarmerkjum og gefur húðinni fallegann ljóma. Retinol er unnið úr A-vítamíni og eykur framleiðslu kollagens og elastíns í húðinni.

Hyaluronic Acid Ceramide

Rakinn sem húðin þín þarf. Hýalúrónsýra dregur í sig raka á meðan húðstyrkjandi keramíð læsa hann inni. Serumið veitir húðinni ferskt útlit, stinnir og mótar andlitsdrætti, gefur húðinni góðann raka og ljóma, sléttir og mýkir andlitið sem og að verndar hana gegn rakatapi.

Ceramide Radiance Renewal Serum Vitamin C Ceramide Capsules by Elizabeth Arden | parfumdreams

Vitamin C Ceramide 

Vitamin C ambúlurnar eru er 178 sinnum virkari en hefðbundið C vitamin. Ástæðan er sú að það er í olíuformi og húðin tekur enn betur við því. Serumið birtir húðina, bætir allan ljóma, jafnar húðlitinn, minnkar dökka bletti og vinnur gegn öldrun. Einnig eykur serumið kollagen og elastín í húðinni. Dásamlegt serum þegar þú vilt jafna húðlitinn en fá góða virkni um leið.

Vörurnar fást í öllum helstu verslunum Hagkaups, Lyf & Heilsu og í Beautybox
Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR