Andlitshreinsun – Hvaða andlitshreinsir hentar mér?

Að þrífa húðina sjaldan eða aldrei getur haft slæmar afleiðingar, meðal annars flýtt fyrir öldrun hennar, bólumyndun og stíflur, roði, auknir litablettir, stærri húðholur og fílapenslar svo fátt sé nefnt.

Mikilvægt er að þrífa húðina kvölds og morgna alla daga.
Margir telja sig ekki þurfa hreinsa húðina á morgnana þegar við vöknum en húðin framleiðir mikinn svita og olíu meðan við sofum.
Það er svo jafn mikilvægt að húðin sé vel hreinsuð fyrir svefn því við erum í mismunandi umhverfi yfir daginn með mismunandi óhreinindum í loftinu sem allt leggst á húðina okkar. Nauðsynlegt er að þrífa í burtu þessi óhreinindi af húðinni áður en við förum að sofa svo húðin fái að anda og vinna betur.

Tvíhreinsun er einnig mikilvæg ef þú gengur með farða dagsdaglega. Að hreinsa í burtu farðann er ekki nóg hreinsun því húðin okkar sjálf þarfnast hreinsun líka.
Eftir að farðinn hefur verið þrifinn burt er húðin hreinsuð vel. Það kallast tvíhreinsun.

Mikilvægt er að vita hvers konar hreinsir hentar þinni húðgerð svo þú getir hreinsað húðina þína vel og örugglega.

Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir af góðum andlitshreinsum.

Hreinsiolía.

Hreinsiolíur eru frábærar til að hreinsa burt farða.
Farðinn bráðnar af húðinni og húðin er skilin eftir silkimjúk. Gott er að setja hreinsiolíuna á þurrt andlitið, nudda vel og skola af með volgu vatni.
Hér er tvíhreinsun mikilvæg því olíuna þarf að hreinsa burt af yfirborði húðarinnar.

Mjólkurhreinsir

Andlitshreinsar með kremkennda áferð, oftast kallaðir mjólkurhreinsar.
Þessir hreinsar eru frábærir fyrir þurra og viðkvæma húð en einnig til að hreinsa í burt farða eftir lok dags fyrir allar húðgerðir.

Gelhreinsir

Léttur hreinsir en gel hreinsar eru frábærir fyrir tvíhreinsun.
Þegar farðinn hefur verið hreinsaður burt er gelhreinsirinn tilvalinn í notkun til að hreinsa húðina sjálfa. Þeir eru mildir á húðinni og erta ekki.
Henta öllum húðgerðum.

Froðuhreinsir

Froðuhreinsar eru fullkomnir í tvíhreinsun líka. Formúlan freyðir um leið og hun kemst í snertingu við vatn. Best er að leyfa froðunni að vinna vel í lófunum og áður en húðin er hreinsuð, þannig nær formúlan að vinna sem best.
Freyðandi hreinsar henta oft blandaðri og olíu mikilli húð en margir þeirra hreinsa í burtu umfram olíu af húðinni

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR