Andlitsskrúbbur. Hvers vegna ætti ég að nota hann?

Góð húðumhirða er að verða sívinsælli með tímanum og eru fleiri farnir að taka sér lengri tíma í að huga vel að húðinni sinni.

Hreinsun húðarinnar gríðarlega mikilvæg.
Góð andlitshreinsun kvölds og morgna kemur í veg fyrir stíflur, bólur, roða, öldrun húðarinnar og aðrar skemmdir. Öðru hverju er þó mikilvægt að hreinsa húðina extra vel og er andlitsskrúbbar frábær leið til að fjarlægja öll óþarfa óhreinindi sem kunna hafa legið sem fastast á húðinni.

    Andlitsskrúbbar hafa þá eiginleika að hreinsa burt dauðar húðfrumur, hreinsa dýpra ofan í húðina og djúphreinsa hana. Það er mikilvægt að fjarlægja dauðar húðfrumur af húðinni reglulega, ef því er sleppt safnast upp þessar húðfrumur á húðinni okkar og kremin sem við notum ná ekki nægilega vel inn í húðina og gera þar af leiðandi minna gagn.
Með því að skrúbba húðina reglulega erum við að vernda húðina gegn ótímabærra öldrun. Áferð húðarinnar verður fallegri, litarhaft hennar verður ferskara, bjartara og komið er í veg fyrir frekari stíflum og bólum.

Mikilvægt er þó að velja andlitskrúbba sem eru léttir og innihalda ekki gróf korn sem gætu rispað húðina. Veljið milda skrúbba sem fara vel með húðina en hreinsa einnig vel.

Að vita hvers konar húðgerð þú ert með er mikilvægt svo þú getur valið rétta skrúbbinn fyrir þig. Olíu mikil húð ætti til dæmis að velja sér skrúbb sem dregur í sig umfram olíu og hreinsar upp úr húðholum meðan þurr húð þarf skrúbb sem verndar húðina gegn frekari þurrki og dregur úr viðkvæmni húðarinnar.

Clarins á frábæra andlitsskrúbba sem eru væntanlegir í verslanir á næstu dögum.  Skrúbbarnir eru þrír svo þú getur fundið þér þinn skrúbb sem hentar fullkomlega þinni húðgerð.
Skrúbbarnir passa einstaklega vel inn í SOS fjölskylduna en SOS eru þrír frábærir maskar sem eru fullkomnir í notkun eftir djúphreinsun.

 

Fresh Scrub

Dásamlegur skrúbbur sem nærir húðina, jafnar áferð hennar og litarhaft. Húðin verður mun ferskari og full af ljóma.
Formúlan er mjúk, fersk og kremuð með náttúrulegum plastperlum. Aðalinnihaldsefnið er Organic Leaf Of Life en það er afar þekkt innihaldsefni hjá Clarins.
Organic Leaf of Life eykur rakann í húðinni og skilur hana eftir ferska, þéttari og rakameiri.
Skrúbbinn má nota 1-2x í viku.
Fersk epla og sólberjalykt einkennir skrúbbinn.
Hentar öllum húðgerðum.

Pure Scrub

Organic Alpine Willowherb er aðalinnihaldsefnið í Pure Scrub en það er bakteríudrepandi og fyllir húðina af góðum andoxunarefnum. Skrúbburinn djúphreinsar húðina, hreinsar upp úr húðholum og veitir henni ferskara yfirbragð.
Létt gel formúla sem verður froðukennd er hún kemst í snertingu við vatn.
Dásamlegur blómailmur einkennir skrúbbinn en hann má nota 1-2x í viku.
Hentar vel fyrir olíumikla húð.

Comfort Scrub

Fullkominn skrúbb fyrir viðkvæma húð en Wild Mango Butter er eitt af aðal innihaldsefnum í þessum frábæra andlitskrúbb. Wild Mango Butter bætir við mýkt og miklum raka í húðina, húðin verður þéttari og ekki eins viðkvæm.
Nótur af karamellu og sykri einkenna skrúbbinn en hann má nota 1-2x í viku. Skrúbbinn má einnig nota á varir.
Formúlan er olíu-gel kennd en hún breytist í létta mjólkuráferð þegar hún kemst í snertingu við vatn.

Við mælum einstaklega vel með að nota SOS maskana vinsælu strax eftir góða djúphreinsun.

Góð djúphreinsun og góð næring fyrir húðina heima í stofu.
Svo auðvelt og skemmtilegt !

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR