Nú fer að styttast í nýtt ár og erum við mjög spennt að sjá hvað 2021 hefur upp á að bjóða. Í þessari færslu má sjá hvaða vörum við mælum með til að ná fallegri áramótarförðun. Einnig munum við setja myndband á Facebook & Instagram, þar sem þessar vörur verða notaðar.
Facelift farðagrunnur
Áður en farði er settur á er gott að setja farðagrunn (e.primer), en við mælum með Gosh Facelift farðagrunninum. Hann sér til þess að filla inn í fínar línur, jafnar áferð húðarinnar og undirbýr húðina fyrir farðann svo hann endist lengur.
Shiseido Synchro Skin Self–Refreshing Foundation
Farði Shiseido sem nærir húðina allan daginn. Farðinn inniheldur ActiveForce tækni sem berst gegn hita, raka, olíu og hreyfingu en með því helst farðinn á allan daginn. Formúlan er létt og veitir miðlungsþekju sem auðvelt er að byggja upp. Hentar öllum húðgerðum en farðinn veitir þurri húðgerð raka í allt að 8 tíma en hann jafnar olíumyndun í olíumikilli húðgerð. Smitar ekki og sest ekki ofan í línur.
Ombre 4 lita augnskugga palletta
Fyrir jól kom Clarins út með nýja augsnkugga pallettur sem við erum ástfangnar af. Augnskuggarnir eru litamiklir með margskonar áferðum. Litirnir hafa endalausa möguleika og eiga að haldast á augnlokinu í allt að 12 klst. Augnskugga palletturnar koma í 6 mismunandi litum og eru þeir allir jafn fallegir.
Guerlain Mad Eyes Maskari
MAD EYES maskarinn gefur augnhárunum mikla fyllingu og lengir ásamt því að greiða vel úr þeim. Formúlan inniheldur nærandi efni sem þétta og lengja augnhárin líkt og serum. Sjáanlegur árangur á aðeins 4 vikum. Þessi mun ekki valda þér vonbrygðum.