Authentic !

Abercrombie & Fitch hefur nú bætt við nýjum ilmi í safnið fyrir hann og hana og ber hann nafnið Authentic.

Ilmirnir bera nafnið sitt vel og er hugmyndin bakvið ilmina allt sem við teljum sé tímalaust, ferskt og þæginlegt. Þeim hefur verið líkt við ómissandi flík sem veitir okkur þægindi, sjálfstraust en innblásturinn fyrir ilmunum er kominn frá jákvæðu viðhorfi unga fólksins.

Flöskurnar eru einfaldar en þungar með segultappa og bera þær fallegan efnisbút sem “saumaður” er á með nafni ilmsins.

Aðeins eru notuð ekta innihalds efni í ilmunum en ferskar sítrus nótur og hlýr viður einkennir báða ilmina.


Strákurinn sem er óhræddur við að brjóta reglurnar. Sjálfstraust, opinn hugi og forvitni til að upplifa allt sem lífið hefur upp á að bjóða er hugmyndin bakvið herra ilminn. Jákvætt viðhorf hans er það sem gerir hann ekta.

TOP: Greip, Bergamot og Svartur Pipar
HJARTA: Engifer olía, Lavender og Sage
BOTN: Rúskinn og Viður

Hún er hreinskilin, bjartsýn og óhrædd að tjá sig. Ástríða hennar er að taka einn dag í einu og fá að njóta sín eins og hún er. Sjálfstæði hennar er það sem gerir hana ekta.

TOP: Mandarína, Red Currant
HJARTA: Magnolíublóm, Nektarína og Hvít blóm
BOTN: Sedru og Sandelviður, Ambrette

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR