Bestu rakamaskarnir !

Rakinn í húðinni okkar er afar mikilvægur en án hans fer húðin okkar að eldast hraðar. Húð sem skortir raka getur myndað þurrkubletti, fínar línur verða sjáanlegri, litamismunur í húðinn eykst og ljóminn hverfur.
Mikilvægt er að nota góð rakakrem á hverjum degi ásamt því að nota rakamaska 1-2x í viku.

Hér að neðan er að finna frábæra maska sem hafa allir það sameiginlegt að veita húðinni þinni fullkominn raka og vernda hana gegn þurrki.

1. Shiseido – WASO Beauty Sleeping Mask
Dásamlegur rakamaski sem endurnýjar húðina þína meðan þú sefur. Þreytt og líflaus húð verður bjartari, sléttari og full af raka morgunin eftir. Beauty Sleeping Mask jafnar olíumyndunina í húðinni og dregur úr svitaholum.
Maskanum er líkt við góðan nætursvefn þar sem húðin þín vaknar endurbætt, líflegri og tilbúin í daginn.

 2. Chanel – Hydra Beauty Mask
Róandi og nærandi rakamaski. Hydra Beauty Mask inniheldur andoxunarefni sem vinna gegn öldrun húðarinnar en Shea og Cocoa smjör sjá til um að húðin fái hámarks raka. Kremuð formúla sem hefur góð og róandi áhrif á húðina. Verndar húðina gegn frekari skemmdum frá umhverfinu.
Notist í 10 mínútur

 3. Clarins – SOS Hydra Refreshing Hydration Mask
Maski sem veitir húðinni þinni hámarks raka á aðeins 10 mínútum. Fullkominn fyrir húð sem skortir mikinn raka. SOS Hydra Refreshing maskinn kemur góðu rakajafnvægi á húðina og vinnur á fínum línum sem hafa myndast vegna þurrks. Inniheldur hýalúrónsýru og Organic Leaf of Life.
Maskann má vera með í 10 mínútur eða yfir nótt fyrir.

4. Guerlain – Orchidée Impériale The Mask
Orchidée Impériale maskinn inniheldur virka formúlu sem endurnýjar húðina sem hefur orðið fyrir skemmdum vegna stress eða skaðlegum umhverfisþáttum.
Dregur úr roða og óþægindum sem húðin hefur orðið fyrir og mýkir hana samstundis. Húðin fyllist af raka og verður því þéttari, líflegri en húðin endurheimtar einnig ljóma sinn.

 5. My Clarins RE-CHARGE Relaxing Sleep Mask
Næturkrem sem vinnur sem næturmaski. Maskinn vinnur á húðinni þinni meðan þú sefur og fyllir hana af raka.
Húðin fær aukin ljóma, verður bjartari og líflegri.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR