Á hverjum degi verður húðin okkar fyrir streitu en árstíðabundinar veðurbreytingar, lítill raki, loftkældar byggingar og flugsamgöngur geta einnig haft áhrif á húðina. Þessir hlutir hafa áhrif á rakastig húðarinnar, þægindi og útgeislun. Chanel hefur lagt mikla vinnu í að rannsaka hvað veldur þessari streitu á húðinni. Rannsóknir hafa sýnt að kraftar kamillu blómsins gefur húðinni góðann raka og verndar efsta lag húðarinnar frá streituvaldandi áhrifum í umhverfinu. Maskinn ber ríka og rjómalagaða áferð sem skilur húðina eftir nærða og rakamikla, án óþæginda og þurrks.
Hægt er að nota maskann á 3 mismunandi vegu:
- Þegar þú vilt ljóma og raka á stuttum tíma, þá er gott að bera veglegt lag af maskanum á andlitið og er maskinn skilinn eftir á húðinni í 10 mínútur. Maskinn er svo skolaður af með volgu vatni
- Til að mýjka og róa pirraða húð er hægt er að bera þynnra lag af maskanum og leyfa honum að vera á andlitinu í 10 mínútur. Maskinn er svo nuddaður inn í húðinna eða skilinn eftir á andlitinu yfir nótt.
- Ef þú finnur fyrir þurkublettum í húðinni, þá má bera þunnt lag af maskanum á það svæði sem er þurrt og nudda maskanum vel inn í þurrkublettinn.
Chanel fæst í eftirfarandi verslunum:
Lyf & Heilsu Kringlunni
Snyrtivöruverlsun Glæsibæ
Hagkaup Kringlunni, Smáralind og Garðabæ