Chanel – 6 hreinsi vörur sem djúphreinsa og næra!

Dekur í jólapakkann

Þegar við erum í vafa klikkar ekki að gefa góðar og nærandi húðvörur í jólapakkann! Það hreinlega getur ekki klikkað. Nýjustu hreinsivörurnar frá Chanel eru algjör lúxus fyrir konur sem vilja huga vel að húðinni.L‘HULE – HREINSI OLÍA – ANTI-POLLUTION
Fyrir andlit, varir og augu
Formulan inniheldur náttúrulegar olíur. L‘HULE hreinsar farðann án þess að skilja eftir olíu á húðinni. Þegar olían kemst í snertingu við vatn breytist áferðin og verður mjólkurkennd.

HVERNIG Á AÐ NOTA
Setjið eina til tvær pumpur í þurran lófan. Nuddið í hringlaga hreyfingum á þurrt andlitið. Hreinsar einnig farða af vörum, augum og augnhárum. Bleytið lofana með volgu vatni og nuddið yfir andlitið þá freyðir olían. Hreinsið vel af.

LE LAIT DOUCEUR D’HUILE ANTI-POLLUTION CLEANSING MILK-TO-OIL
Fyrir andlit, varir og augu
LE LAIT DOUCEUR D‘HUILE  hreinsar farðan fullkomlega án þess að skilja eftir filmu á húðinni. Hreinsimjólkin breytist í silkimjúka olíu við notkun.

HVERNIG Á AÐ NOTA
Setjið 3 til 4 pumpur í þurran lófan. Nuddið á þurrt andlitið með hringlaga hreyfingum. Hreinsar einnig farða af vörum, augum og augnhárum. Hreinsið vel af.

LE LAIT (BLEIK) HREINSIMJÓLK – ANTI-POLLUTION CLEANSING MILK
Fyrir andlit, varir og augu
LE LAIT er mild hreinsimjólk fyrir andlit, augu og varir. Eftir notkun verður húðin mjúk, silkikennd og hrein.

HVERNIG Á AÐ NOTA
Setjið 3 til 4 pumpur í þurran lófan. Nuddið á þurrt andlitið með hringlaga hreyfingum. Hreinsar einnig farða af vörum, augum og augnhárum. Hreinsið af með bómul.

LE LAIT (BLÁ) HREINSIMJÓLK – ANTI-POLLUTION CLEANSING MILK-TO-WATER
Fyrir andlit, varir og augu
LE LAIT FRAICHEUR D‘EAU er hreinsimjólk sem breytist í ferskan vökva við notkun. Eftir notkun verður húðin fersk, hrein og glóandi.

HVERNIG Á AÐ NOTA
Setjið 3 til 4 pumpur í þurran lófan. Nuddið á þurrt andlitið með hringlaga hreyfingum. Hreinsar einnig farða af vörum, augum og augnhárum. Hreinsið af með bómull.

LA MOUSSE- ANTI-POLLUTION CLEANSING CREAM-TO-FOAM
LA MOUSSE hreinsikremið er mildur djúphreinsir. Við snertingu við vatn breytist kremið í froðu. Eftir notkun verður húðin fersk, glóandi og hrein.

HVERNIG Á AÐ NOTA
Settu lítið magn af LA MOUSSE í lófan og nuddið með vatni þannig að kremið breytist í kremkennda froðu. Setjið á andlitið, forðist augnsvæðið. Nuddið yfir húðina með hringlaga hreyfingum. Skolið vandlega. Þurrkið yfir húðina með hreinu handklæði.

LE TONIQUE – ANTI-POLLUTION INVIGORATING WATER
Með LE TONIQUE lýkur hreinsirútinunni. Að morgni vekur þú húðina með þessu hreinsandi andlitsvatni en að kvöldi fjarlægir það síðustu ummerki óhreininda á húðinni. LE TONIQUE er án alkahóls. Eftir notkun verður húðin mjúk og fersk og tilbúin að taka við ávinningi kremsins.

HVERNIG Á AÐ NOTA
Notið kvölds og morgna. Setjið í bómull og strjúið yfir andlit og háls.

Engin ummæli sem stendur

Comments are closed

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR