Chanel Cruise Collection 2019

Sumarið er tíminn til að slaka á og njóta. Lucia Pica segir að á sumrin eigi förðunin  einnig til að vera meira afslöppuð. En hún vill samt ekki vera „plain“ þrátt fyrir að vera með létta förðun.  Cruise 2019 er fáguð lína sem er innblásin af ferðalagi Luciu Pica til austurasíu,  í línunni má finna létta, náttúrulega skyggingu, háglans áferð og fleiri skemmtilegar vörur sem má nota með fingrunum til að búa til létta, „easy glamour“ förðun á örfáum mínútum.

 

 

ANDLIT

Skygging getur verið létt og með áherslu á birtu og ljóma. DUO BRONZR ET LUMIERE er tvískipt púður með fallegum léttum, möttum skyggingarlit og léttum, ljómandi highlighter.

 

AUGU

Í sumar má leika sér með sanseringu og glans áferðir á augun. Litirnir verða léttir í silfur, brúnum og karamellu tónum.

Í Cruise línunni má finna eina augnskuggapalettu LES 4 OMBRES LUMIERES NATURELLES sem er blönduð af sanseruðum og möttum litum. Litirnir eru mjúkir og bronsaðir og blandast vel saman.  „Þetta er ekki venjuleg augnskuggapalletta“, segir Lucia Pica.

STYLO OMBRE ET CONTOUR eru fullkomnir í fljótlega, auðvelda en fallega förðun. kremaðir blýantar sem má einnig nota sem augnskugga. Best er að bera þá beint á augnlokin og blanda síðan með fingrunum. Blýantana má nota eina og sér eða í blandi við aðra augnskugga.

OMBRE PREMIERE GLOSS

Gloss á augun? Já takk! þessi létti gelkenndi gloss hentar fullkomlega til að birta upp fallega augnförðun en má einning nota með látlausri förðun. Glossið er einfaldlega borðið á miðju augnloksins eða innri krók með penslinum sem fylgir eða með baugfingri.

 

VARIR

ROUGE COCO FLASH  varalitir eru nógu mattir til að nota á kinnar sem kinnalit en einnig nógu mjúkir til að gefa fallegan glans á varinar sem passar svo fullkomlega við sumarið. Litirnir eru kassiskir og elegant.

 

 

NEGLUR

Í ferðalagi sínu í gegnum austurasíu fór Lucia meðal annars til japans og suður kóreu. Henni finnst alltaf eitthverir litir koma henni skemmtilega að óvart. Litir sem eru skrítnir og óhefbundnir í hennar vestrænu augum. Svo hún ákvað að bæta þessari upplifun við sem minjagrip í Cruise línuna: LE VERNIS í litunum Afterglow, Purple Ray og Open Air.

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR