CHANEL: Dimensions De Chanel, Nýi maskarinn sem við leitum allar að

MA2015_13_0018_12Allar leitum við að hinum fullkomna maskara! Og hvernig er hinn fullkomni maskari?

  • Það er auðvelt og þægilegt að bera maskarann á.
  • Maskarinn þornar ekki.
  • Maskarinn molnar ekki.
  • Maskarinn gerir augun og alla augnumgjörðina fallega og áberandi!

Þessi maskari er nú komin á markað, hann er frá CHANEL og heitir DIMENSIONS DE CHANEL!
Við förum aftur í hinn hefðbundna goupillio eða „flöskubursta“ þegar kemur að formi burstans. Þetta er sama form og var á fyrstu möskurunum sem komu frá Chanel.
Formið virkaði einstaklega vel og því margar sem hafa saknað þess en nú er það úr sögunni: Burstinn er í miðlungs stærð og passar flestum augnháraumgjörðum. Hann er mjúkur með góðum spíral sem nær fínustu hárunum, greiðir þau vel og stjórnar magninu fullkomlega.
Maskarakremið er hinsvegar nýsköpun frá CHANEL. Þetta er sífersk formúla sem helst jafn fersk frá fyrsta degi og maskarinn er tekin úr umbúðunum til síðasta dropa.

dimentionsdechanelDIMENSIONS DE CHANEL býr yfir eftirfarandi eiginleikum: 

Lengir: Með paraffín vaxi því það hefur meiri teygju- og sveigjanleika en aðrar vaxtegundir.
Krullar/sveigir: Blanda af paraffín, býflugnavaxi og polymers húðun sveigir augnhárin uppávið svo augun virðast stærri og bjartari.
Þykkir/fyllir: Ný nákvæm blanda af paraffín, býflugna, canaruba og candellia vaxi gefur
Næring: Nærir augnhárin með extrakt úr lúpínu sem er þekkt fyrir að vera planta með gjöfula næringareiginleika, rík af peptíðum, vítamínum og snefilefnum. Formúlan er smitfrí, helst allan daginn án þess að molna og inniheldur peptíð sem eru vatns og svitaþolin.

Semsagt – Maskari sem vert er að prófa!

Engin ummæli sem stendur

Comments are closed

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR