Clarins – umhverfisvænt fjölskyldufyrirtæki

Saga Clarins byrjaði árið 1954 í Frakklandi þegar Jacques Courtin opnaði snyrtistofu sem bar nafnið Clarins. Courtin bjó til sínar eigin olíur sem hann notaði í meðferðir sínar. Hann sagði olíurnar hafa eiginleika til að þétta húðina, næra og mýkja.
Þegar Jacques var yngri lék hann persónu í skólaleikriti sem hét Clarins, honum þótti mjög vænt um nafnið og kom því ekkert annað nafn til greina þegar hann hóf reksturinn sinn. Honum þótti meira segja það vænt um nafnið að hann bætti því við sitt eigið nafn og hefur  hann verið þekktur síðan sem Jacques Courtin-Clarins.

Snyrtistofan hans varð fljótt vinsæl og á stuttum tíma voru frægar stjörnur farnar að sjást þar inni. Það leið ekki á löngu að Clarins stækkaði við sig og fjölgaði vörunum sínum en árið 1980 var Clarins mest selda lúxus snyrtivörumerkið í Frakklandi. Strax einu ári seinna var merkið orðið vinsælt í Bandaríkjunum. Árið 1990 var Clarins orðið mest selda snyrtivörumerkið í Evrópu. Í dag má finna Clarins í yfir 150 löndum um allann heim.

Jacques hafði alltaf hug kvenna í hjarta sér þegar hann bjó til vörur sínar. Hann trúði því að hamingja kvenna væri fólgin í fegurðinni.

“Beauty has become an important element in a woman’s psychological make-up“

Clarins hefur ótal margar vörur sem hafa notið vinsælda í mörg ár.
1962 kom fyrst á markaðinn Body Contour Shaping Cream. Fyrsta varan í Frakklandi sem þótti hafa þéttandi, tónandi og mýkjandi áhrif á líkamann. Þessi vara er enn seld í dag og má segja að hún verður vinsælli með ári hverju.

Double Serumið vinsæla er vara sem er í sífeldri þróun. Serumið er ein af vinsælstu vörum Clarins í dag.

Andlit og líkamsolíurnar eru vörur sem einnig hafa verið til í fjölda ára. Þær innihalda allar 100% náttúrulegar ilmkjarnaolíur. Olíurnar eru alveg eins og Jacques notaði í allar meðferðir þegar hann hóf rekstur sinn á snyrtistofunni.

Það er svo gaman að segja frá því að Clarins varð fyrsta franska fyrirtækið sem hætti að prófa vörur sínar á dýrum en það var árið 1987.
Clarins hefur gott orðspor fyrir hversu umhverfisvæn þau eru og velja þau alltaf náttúruleg innihaldsefni í stað kemískra efna en þau nota yfir 250 náttúruleg plöntuþykkni í vörum sínum.

Árið 2007 féll Jacques Courtin-Clarins frá en Christian og Oliver synir hans tóku við reksturinn á þessu fallega fjölskyldu fyrirtæki.

Það sést vel á vörum Clarins og sögunni sjálfri að þetta er fyrirtæki sem býr yfir mikilli ást, alúð og vinsemd.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR