Clarins vörur sem þú verður að prófa!

Clarins hefur ótal margar vörur sem hafa notið vinsælda í mörg ár. Okkur langaði að taka saman nokkrar af okkar uppáhalds sem engin má missa af.

 

Double Serum

Þetta tveggjafasa serum er einstakt og hentar öllum húðgerðum. Serumið vinnur á að jafna húðlit og húðáferð. Línur og húðholur minnka töluvert á meðan húðin er rakamettuð og ljómandi. Notaðu serumið kvölds og morgna undir dag- eða næturkrem.

Double Serum fæst nú í 75ml glasi í takmörkuðu magni!

Extra Firming Dagkrem

Mjúkt og nærandi dagkrem sem þéttir, sléttir og jafnar húðáferð. Uppáhalds kremið okkar sem er virkt en veitir einnig mikinn raka. Formúlan inniheldur kegúrublóm frá ástralíu sem sléttir úr línum og hafrasykur sem veitir lyft.

Multi-Active Eye Reviver - Look Fresher - Skincare - Clarins

Multi Active Eye

Orð geta ekki lýst hversu mikið við elskum þetta augnkrem! Það veitir mikinn raka, minnkar línur og dregur úr þrota. Formúlan hefur léttan bleikan blæ sem minnkar bláma undir augun og koffín minnkar augnpoka. Best er að bera kremið á með stálkúlunni til að kæla augnsvæði og örva blóðflæði.

Velvet Lip Perfector

Allir þekkja nú klassisku Lip Perfector glossana frá Clarins en þessi nýjung er svo sannarlega búin að slá í gegn hjá okkur. Léttir litir með fallegri flauelsáferð og formúlu sem kemur í veg fyrir varaþurrk. Okkur finnst einnig æðislegt að nota þá sem kinnalit.

Wonder Perfect Mascara 4D Waterproof - Clarins

Wonder Perfect Mascara 4D

Einn sá allra besti maskari að okkar mati. Wonder Perfect maskarinn greiðir vel úr hverju hári, lengir vel og þéttir án þess að klessa. Vantshelda formúlan tollir allan daginn án þess að smitast þótt að maður fari í hot yoga eða sund en á sama tíma er hún mild og verndar augnhárin. Formúlan inniheldur B vítamín og panthenol sem styrkir og lengir augnhárin.

BB Skin Detox Fluid SPF 25 - Clarins

BB Skin Detox Fluid

BB kremið sem gjörbreytti öllu! Létt árferð, miðlungsþekja sem blandast fallega í húðina. BB Skin Detox Fluid jafnar húðlit og veitir fallegan ljóma án þess að vera gervilegt. Húðin fær hámarksraka með hýalúrónsýru og acerola seed extrakt dregur úr ójöfnum og mislit í húð. Formúlan inniheldur mengunarvörn og sólarvörn og endist allan daginn.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR