Einföld húðrútína fyrir strákana

BOX12 fjallar mikið um húðumhirðu hér á blogginu enda er hún mjög mikilvægt. Okkur langar þó að tileinka þessu bloggi sérstaklega til strákana.

Það er mjög mikilvægt fyrir ykkur strákana að huga að húðinni ykkar líkt og stelpurnar.
Við hugsum um líkama okkar með hreyfingu, hollu matarræði en húðin er okkar stærsta líffæri og því ber að hugsa vel um hana líka.

Er húðin þín þurr? Olíumikil? Það er mjög mikilvægt að valið sé réttu vörurnar fyrir þína húðgerð.
Hér að neðan eru nokkrar uppástungur af frábærum vörum fyrir einfalda húðrútínu.

Skref 1: Hreinsun er mjög mikilvæg. Ef við hreinsum húðina okkar ekki kvölds og morgna þá stíflast hún og myndar bólur, fílapennsla eða stórar húðholur.
Hreinsunin þarf ekki að taka langan tíma. Andlitshreinsinum er nuddað vel upp úr húðinni með vatni og skolað af.

Skref 2 (aukaskref): Þó svo við hreinsum húðina vel kvölds og morgna myndast dauðar húðfrumur sem leggjast á yfirborð húðarinnar. Þessar húðfrumur geta valdið stíflum í húðinni og komið í veg fyrir að kremin okkar ná ekki nógu djúpt ofan í húðina.
Andlitsskrúbbur leysir þetta vandamál vel og er því tilvalið að skrúbba húðina létt með slíkum skrúbb 1-2x í viku. Passið þó að skrúbburinn sé ekki of grófur og fari vel með húðina.

Skref 3 (aukaskref): Maski. 1-2 x þarfnast húðin okkar eitthvað extra og er því mikilvægt að fylgja því eftir reglulega. Það fer eftir húðgerð hvers og eins hvers konar maska ætti að nota en ef húðin er að berjast við bólur, bólgur og roða ber að nota maska sem djúphreinsar hana og hreinsar upp stíflur og óhreindi. Mikilvægt er að næra húðina vel eftir slíka maska með góðu rakakremi.
Þurr húð ætti að nota maska sem veitir henni mikla næringu og raka.

Skref 4: Léttar bómullaskýfur sem innihalda glýkólsýru er fullkomin leið til að losna við þau óhreinindi sem búa í dýptstu lögum húðarinnar. Þar liggja einnig dauðarhúðfrumur sem við náum ekki að losa með andlitshreinsi eða andlitsskrúbb. Sýrurnar hreinsa dauðu húðfrumurnar. Húðin verður bjartari, heilbrigðari en skífurnar vinna einnig vel á bólgum og bólum.
Bómullarskífunum er strokið yfir allt andlitið kvölds og morgna.
Mikilvægt er að bera sólarvörn áður en farið er út úr húsi þegar sýrur eru notaðar þar sem húðin verður viðkvæmari fyrir sólarljósi.

Skref 5: Þegar húðin okkar er hrein er hún tilbúin fyrir rakakrem. Til að velja rétta rakakremið þarftu að þekkja húðina þína. Þurr húð er oft frekar stíf þegar hún hefur verið þvegin en olíukennd húðgerð er ofast nær með auka glans á yfirborðinu og á það til að stíflast meira.
Rakakrem eiga að vernda húðina okkar gegn skaðlegum umhverfisáhrifum, draga úr einkennum öldrunar og veita húðinni meiri raka svo okkur líði vel í henni.

Mörgum finnst leiðinlegt að huga að húðinni og gefa sér einfaldlega ekki tíma í það. Aðrir telja sér trú að þetta taki of langan tíma. Húðrútína eins og hér fyrir ofan tekur ekki nema litlar 5 mínútur (lengur ef aukaskrefin eru notuð)
Gefum húðinni okkar litlar 5 mínútur á hverjum degi og hún mun þakka þér margfalt fyrir

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR