Elín Likes mælir með

Elín Erna Stefánsdóttir eða Elín Likes eins og flestir kanna við hana er vel kunnug snyrti- og húðvörum.
Elín byrjaði að blogga fyrir mörgum árum. Hún skrifar um fjölbreyttar snyrtivörur og álit hennar á þeim en hún er einnig mjög dugleg á Instagram og þar deilir hún förðunar hæfileikum sínum með fylgjendum ásamt því að ræða um snyrti- og húðvörur, tísku og daglegt líf.

Við fengum að forvitnast hverjar uppáhalds vörurnar hennar Elínu væru.
Elín fær orðið.

Gosh High Coverage Concealer
Þessir komu mér verulega á óvart, full þekja án þess að vera cakey á húðinni eða þurrkandi. Setjast lítið í fínar línur og haldast á allan daginn.


Clarins Ombre Sparkle Augnskuggar
Uppáhalds augnskuggarnir mínir þessa dagana, formúlan er ekki lík neinu öðru sem ég hef prófað. Brjálæðislega fallegir augnskuggar með geggjuðu sparkle. Mér finnst best að nota þá eina og sér yfir allt augnlokið og nota ég oftast fingurna til að fá mesta litinn og sparkle. Peach Girl er minn uppáhalds.


Nip+Fab Glycolic Fix Cleansing Pads
Vara sem ég get ekki verið án, ég nota þá kvölds og morgna eftir hreinsun. Glycolic sýran hjálpar að halda húðinni minni hreinni og bjartari. Ég er með mjög viðkvæma húð svo þessir henta mér betur en extreme útgáfan (þó hún sé líka mjög mild). Nauðsyn fyrir alla, konur og kalla!

Nip+Fab Faux Tan Mousse

Æðisleg brúnkufroða sem gefur fallegan lit, er ekki klístruð á húðinni meðan liturinn er að malla og endist ótrúlega vel á húðinni!

       

Hægt er að fylgjast með Elínu hér:
Blogg
Instagram
Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR