Advanced ceramide ampúllurnar hafa hlotið mikilla vinsælda um allan heim. Nú hefur verið sett á markað nýjung frá Elizabeth Arden. Retinol Ceramide Captules eru ampúllur sem mælt er með að setja á andlitið fyrir nóttina. Þessi einstaka blanda af retinol og ceramide styrkir, endurnýjar og nærir húðina. Retinol er búið til úr A-vítamíni og eykur framleiðslu kollagens Retinol hvetur húðina til endurnýjunar en mikilvægt er að gefa húðinni raka með en þar kemur Ceramide inn í formúluna. Þessi einstaka blanda dregur úr sýnilegum öldrunarmerkjum, gefur húðinni raka, ljóma og hjálpar til við leiðréttingu á litamismun í húð.