Endurnærð húð eftir nóttina!

Það er yndislegt að vakna á morgnanna og finna hvernig húðin er vel endurnærð eftir nóttina. Það er nauðsynlegt að muna eftir því að hreinsa húðina vel og finna góðar vörur sem henta þinni húðtýpu. Hérna koma nokkrar vörur sem að við mælum með og gera algjört kraftaverk!

 

Guerlain Midnight Secret
Í þessu kremi er sérstök blanda sem Guerlain kallar Hydronoctine complex en með þessari vöru fær húðin alla þá næringu sem hún þarf á meðan þú sefur. Í raun þá leitast framleiðendurnir við að kalla fram áhrifin sem góður nætursvefn framkallar; Ginko Biloba extrakt örvar blóðflæðið í húðinni og hjálpar henni þannig að hreinsa sig og glycoprótein örva framleiðslu nýrra húðfruma. Húðin verður endurnærð, ferskari, orkumeiri og hreinni. Eftir svefninn virkar þú heilbrigð og úthvíld en lavender ilmurinn af kreminu eykur líka á slökunaráhrif fyrir svefninn.

Elizabeth Arden, Retinol Ceramide Captules

Advanced ceramide ampúllurnar hafa hlotið mikilla vinsælda um allan heim. Nú hefur verið sett á markað nýjung frá Elizabeth Arden. Retinol Ceramide Captules eru ampúllur sem mælt er með að setja á andlitið fyrir nóttina. Þessi einstaka blanda af retinol og ceramide styrkir, endurnýjar og nærir húðina. Retinol er búið til úr A-vítamíni og eykur framleiðslu kollagens Retinol hvetur húðina til endurnýjunar en mikilvægt er að gefa húðinni raka með en þar kemur Ceramide inn í formúluna. Þessi einstaka blanda dregur úr sýnilegum öldrunarmerkjum, gefur húðinni raka, ljóma og hjálpar til við leiðréttingu á litamismun í húð.

Nip+Fab Glycolic fix overnight purifying gel

Nætur meðferð fyrir líflausa/feita húð. Gelið slípar, sléttir og hreinsar húðina yfir nóttina, svo að morgni er hún bjartari og sléttari ásýndum. Gelið undirbýr húðina yfir nóttina fyrir næsta dag.

+ 4% Glycolic acid > slípar yfirborðið
+ salisylic acid > hjálpar að losa stíflur
+ Vítanín B3 > gefur jafnari húðlit
+ chamomile extract > róar húðina og veitir þægindatilfinningu

Guerlain abeille royale masque gel

Hunangsmaski með geláferð. Maskinn eflir viðgerðareiginleika húðarinnar þar sem kraftur af hreinu royal-jelly, blandað sérhæfðri framleiðslu Guerlain veitir einstaka upplifun og sýninlegan árangur. Maskinn er borinn á hreina húð, háls og bringu eftir þörfum, eða tvisvar til þrisvar í viku yfir veturinn eða þegar miklar breytingar eru á veðri. Hann er hafður á húðinni tíu mínútur og síðan er hann strokinn af með mjúkum klút eða þurrku. Það má einnig sofa með hann og það getur jafnvel verið mjög gott ef frost, mengun og kuldi áreita húðina.

Clarins SOS Hydra face mask

Þessi rakamaski er æðislegur fyrir þá sem eru með þurra húð og vantar að endurheimta raka. Maskinn er ferskur, gel kenndur og lyktin dásamleg. Hann nærir afar vel og inniheldur Hyaluronic sýru sem hjálpar húðinni að halda í raka. Þessi er frábær fyrir veturinn og kemur í veg fyrir þreytta og þurra húð. 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Skráðu þig á póstlistann okkar