Endurnærð og fersk húð fyrir komandi viku!

Við kveðjum þessa æðislegu helgi og fögnum komandi viku með góðu húð dekri. Það er svo gott að fara inn í nýja viku með ferska og endurnærða húð en þessar vörur eiga það allar sameiginlegt að vinna á vandamálum og gefa húðinni aukinn raka og ferskleika.
Clarins SOS maskar
Maskarnir eru auðveldir í notkun en SOS línan inniheldur 3 maska sem vinna á misjöfnum vandamálum sem við flest glímum við á einhverjum tímapunkti. Allir 3 maskarnir eiga það sameiginlegt að þurfa aðeins 10 mínútur til að ná fullri virkni svo það er afar hentugt fyrir þá sem vilja fljótlega en áhrifaríka meðferð fyrir húðina.

CHANEL LA MOUSSE- ANTI-POLLUTION CLEANSING CREAM-TO-FOAM
LA MOUSSE hreinsikremið er mildur djúphreinsir. Við snertingu við vatn breytist kremið í froðu. Eftir notkun verður húðin fersk, glóandi og hrein. Settu lítið magn af LA MOUSSE í lófan og nuddið með vatni þannig að kremið breytist í kremkennda froðu. Setjið á andlitið, forðist augnsvæðið. Nuddið yfir húðina með hringlaga hreyfingum. Skolið vandlega. Þurrkið yfir húðina með hreinu handklæði.

Guerlain- Daily repair serum
Einstök áferð og frábær virkni. Nærandi serum sem hjálpar til við endurnýjun húðarinnar og gefur fyllingu og þéttleika. Dregur úr og vinnur gegn sýnilegum áhrifum öldrunar með hjálp  Black Bee Repair Technology. Ljómandi, þétt og heilbrigð húð með hjálp svörtu býflugunar.

 
Elizabeth Arden Advanced ceramide capsules fyrir augu
Advanced ceramide Eye Capsules þétta og minnka sjáanlegar línur á augnsvæði auk þess að vinna á þrota.  Formúlan er full af nýrri og bættri tækni sem vinnur gegn merkjum öldrunnar og veita augnsvipnum ferskleika – augun virðast yngri. Þreföld virkni sem veitir augnsvæðinu ljóma, mýkt, heilbrigði og lyftu.  Hún endurnýjar og hjálpar ceramida búskap húðarinnar. Sérstaklega sniðin tækni til að veita viðkvæmri húðinni í kringum augun hjálp. Nú er tíminn kominn til að kveðja baugu, fínar línur og hrukkur.

 
Radiance in a flash
Þú færð strax þennan eftirsótta ljóma! Radiance in a Flash gelið er sérstaklega fyrir þær sem elska æskuljómann. Radiance in a Flash þéttir húðina, sléttir úr henni, lagar húðholur og hvetur blóðflæðið þannig að húðin endurnýjar sig hraðar og virðist unglegri. Ferskur ilmur með amber og sítrónu og þér finnst þú hafa endurfæðst á einni mínútu!

Clarins SOS Primer- Aukinn frískleiki með 01 Rose
Ertu þreytt og vantar auka “líf“ og ljóma í húðina? Þá er þessi fyrir þig, húðin fær raka, ljóma og aukið líf með hjálp bleikra lita pigmenta. Frískleg í einu skrefi!

Engin ummæli sem stendur

Comments are closed

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR