Ert þú að fara að gifta þig? Vel valdar vörur fyrir stóra daginn

Sumardagurinn fyrsti er liðinn og má segja að tími brúðkaupanna nálgast óðum.
Eflaust eru margir á fullu í undirbúningi og er húðumhirða og förðun mikilvægur undirbúningur fyrir stóra daginn.
Við tókum saman nokkrar vörur sem eru fullkomnar fyrir brúðkaupið.

1. SOS Primer – Clarins
Farðagrunnur sem veitir húðinni fallegan ljóma og jafnar húðlitinn. Húðin fær raka í 24 tíma og farðinn endist lengur. Veldu þann grunn sem hentar þinni húð

2. Vitalumiere Satin Fluid Makeup SPF 15 – Chanel
Léttur farði sem bráðnar fallega inn í húðina. Farðinn endurspeglast í ljósi sem gerir hann fullkominn fyrir myndatökur. Hyaluronic sýra gefur húðinni raka og fallegan ljóma.

3. Terracotta light – Guerlain
Sólarpúður með blöndu af léttum kinnalit. Blandan gerir húðina einstaklega fallega, líflega og geislandi. Hægt er að velja úr sex litum.

4. Maxi Lash Waterpproof – Guerlain
Brúðkaupum fylgir oft gleðitár og er því vatnsheldur maskari nauðsynlegur.
Maxi Lash Waterproof maskarinn frá Guerlain lengir augnhárinn ásamt því að veita þeim mikla lyftingu.

5. Essentialist Eye Palette – Shiseido
Augnskuggapalleta með 4 fallegum púður augnskuggum sem auðvelt er að vinna með. Allt frá léttum og möttum litum í glitrandi hlýja tóna.
Litir: Kotto Street Vintage.

6. Aura Dew – Shiseido
Margnota ljóma vara sem hægt er að nota á líkamann, andlitið og augun fyrir smá extra glans og glamúr. Endist í allt að 12 tíma.
Litur: 03- Cosmic

7. Rouge G de Guerlain – Guerlain
Rouge G varalitirnir innihalda hyaluronic sýru, Jojoba olíu og Mangó smjör sem næra varirnar einstaklega vel á brúðkaupsdaginn. Litirnir eru sterkir og nærandi

1. Glycolic Fix Cleansing Pads – Nip+Fab
Góð djúphreinsun er nauðsynleg til að losna við öll þau óhreinindi sem húðin okkar hefur til að safna saman. Glycolic Fix bómullaskífurnar eru því fullkomnar til að hreinsa húðina án þess að erta hana. Skífurnar endurnýja húðina innan frá svo húðin er mótækilegri fyrir meiri raka, fær aukinn ljóma og jafnari áferð.

2. Retinol Ceramide Capsules Line Erasing Night Serum – Elizabeth Arden
Einstakt næturserum sem dregur úr fínum línum, endurvekur kollagen frumurnar í húðinni. Ambúllurnar innihalda einn skammt af Ceramide en það er þekkt fyrir að bæta áferð húðarinnar, veita henna mýkt, þéttleika og raka.

3. Bio-Performance Glow Revival Cream – Shiseido
Rakakrem sem jafnar áferð húðarinnar. Það dregur úr roða, fínum línum og húðholum. Með reglulegri notkun eykst ljóminn í húðinn og verður hún ferskari og líflegri.

4. Multi Active Eye – Clarins
Augnkremið sem hugsar fyrir öllu. Kremið dregur úr þrota, vinnur á fínum línum og baugum. Fullkomin vara þegar lítill svefn og mikið stress einkennir daglegt líf.

5. WASO Beauty Sleeping Mask – Shiseido
Næturmaski sem endurhleður húðina yfir nóttina sökum stress og þreytu.
Stútfullur af A,C og E vítamínum sem veita húðinni hámarks raka, fallegri áferð og kemur í veg fyrir bakteríumyndun og bólur.

Box12 óskar öllum brúðhjónum innilega til hamingju.

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR