Ert þú að leita þér af góðum farða? Guerlain hefur rétta farðann fyrir þig.

Að velja sér farða getur oft reynst erfitt þar sem vörumerkin eru mörg og úrvalið mikið. Að finna góðan farða sem hentar þinni húðgerð er ómetanlegt. Við hjá Box12 viljum auðvelda þér leitina að hinum rétta farða. Hér að neðan eru sjö frábærir farðar frá Guerlain sem allir hafa það sameiginlegt að veita húðinni fullkomna áferð.

 

1. L’essentiel
Farði sem nærir húðina eins og gott rakakrem, inniheldur 97% náttúruleg innihaldsefni og veitir húðinni náttúrulegan ljóma sem endist í allt að 16 tíma. Húðin verður einnig laus við umfram olíu og hefur farðinn sá eiginleika að matta húðina þar sem hún á til að glansa sem mest. Áferð farðans minnir helst á eigin húð en hann er léttur og veitir miðlungsþekju. Húðliturinn verður jafnari með notkun farðans en hann gefur einnig góðan raka. Hentar vel fyrir húð með rósroða.

2. Lingerie de Peau
Léttur farði með þunnri flauels áferð. Farðinn veitir miðlungs til fulla þekju en auðvelt er að byggja hann upp. Lingerie de Peau gefur góðan raka og hentar öllum húðgerðum á öllum aldri.

 3. Lingerie de Peau aqua nude
Vatnskenndur, rakagefandi og endingagóður. Allt frábærir eiginleikar sem Lingerie de Peau Aqua nude farðinn ber, hann hefur einstaklega létta formúlu þar sem húðin fyllist af raka.
Formúlan er mjög rakagefandi með léttri þeku og áferð farðans verður eins og eigin húð eftir ásetningu.

 4. Lingerie de Peau compact mat alive
Endingagóður púður farði sem matter húðina og veitir henna fallega flauelsáferð. Miðlungsþekja og hentar vel bæði eitt og sér eða yfir aðra faðra.

 5. Parue Gold
Frábær farði fyrir þroskaða húð en hann eykur kollagen í húðinni, eyðir burt öllum ummerkjum um þreytu og stress. Farðinn veitir fallega áferð með náttúrulegum ljóma sem fyllir vel í línur og húðin fær góða fyllingu.

 6. Parue Gold Radiance Powder Foundation
Púður farði með einstakri kremaðri formúlu sem gefur húðinni fallegan ljóma og góða þekju. Púður farði sem hefur sömu eiginleika og Parue Gold farðinn en húðin fær góða fyllingu og kollagen eykst. Falleg áferð sem endist vel.

7 .Terracotta skin
Farði í stiftformi sem auðvelt er að blanda og byggja upp í þekju. Farðinn er vatnsheldur og bráðnar fallega við húðina en hann endist í allt að 12 tíma. Áferðin veitir húðinni fallegan og heilbrigðan lit ásamt ljóma.

Þú finnur Guerlain í verslunum
– Hagkaup Kringlu
– Hagkaup Smáralind
– Lyf og Heilsu Kringlu

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR