Eykur varaliturinn sjálfstraustið þitt?

Hvað er það sem passar við allan fatnað?
Allar farðanir og hárgreiðslur?
Jú auðvitað varaliturinn !

Það er óhætt að segja að varaliturinn sé vinsælasti fylgihluturinn í dag.

Vissir þú að 55% kvenna ganga með varalit daglega?
Konur eða menn eiga að meðaltali 21 mismunandi varaliti og eru þeir valdnir eftir skapi, fatnað og líðan hverju sinni.
90% kvenna svöruðu í könnun að þær noti varalit því það lætur þeim líða vel og eykur sjálfstraustið þeirra.

Úrval varalita hefur aldrei verið eins mikið. Glansandi, litsterkir, léttir, mattir, fljótandi svo lengi mætti telja. Litaformúlan er svo fjölbreytt að allir geta fundið varalit við sitt hæfi hvenær sem er.

  

Varalitatrendin eru fljót að breytast eftir hverja árstíð. Við fylgjumst spennt með hverju sinni og bætum eflaust nokkrum fallegum litum í safnið okkar öðru hverju.

  

Skærir litir eða dökkir geta gert mikið fyrir heildarlúkkið.
Vertu óhrædd/ur, prufaðu þig áfram og leiktu þér með allskonar liti full/ur af sjálfstrausti

BOX12 mælir með nokkrum gullfallegum og skemmtilegum varalitum.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR