Falin leyndarmál frá CHANEL

CHANEL hefur að geyma ótal margar dásamlegar vörur og í tilefni CHANEL daga í Lyf & Heilsu tókum við saman klassískar vörur sem bregðast aldrei frá CHANEL

Sublimage La Brume – Intense Revitalizing Mist.
Rakasprey sem inniheldur blöndu af þremur hýalúrónsýrum og fersku silk tree þykkni sem gera húðina rakameiri, þéttari og ferskari.
Rakaspreyið róar húðina og verndar hana frá umhverfinu. Það er fullkomið til að taka með á ferðina. Í hverri pakkningu er einflaska ásamt þremur fyllingum.

Le Gel Coat
Yfirlakk sem er sérstaklega hannað til að styrkja lit naglalakksins og auka endingartíma lakksins. Neglurnar fá fallegan glas sem endist vel.

Les Beiges Healthy Glow Luminous Colour
Gullfallegt púður sem hentar öllum aldri og öllum húðgerðum.
Púðrið veitir húðinni einstaklega náttúrulegt og heilbrigt yfirbragð.
Förðunarfræðingar líkja þessu einstaka púðri sem góðum jóga tíma og þremur lítum af vatni, húðin verður fullkomin og heilbrigð.

Le Corrector De Chanel
Hyljari sem veitir húðinni mikinn raka og endist vel.
Formúlan er froðukennd sem blandast vel inn í húðina. Áferðin verður falleg og létt líkt og þín eigin húð.
Hyljarinn hentar vel undir augu og auðvelt er að byggja hann upp í þekju.
Hentar vel öllum aldri.

Ombre Premiére Longwear Cream Eyeshadow
Kremaðir augnskuggar sem eru ótrúlega fallegir.
Augnskuggana má nota eina og sér eða sem grunn undir aðra augnskugga.
Létt satín áferð með króm fíling. Auðveldir í notkun og endast vel.

     

Rouge Allure Liquid Powder
Púðurkenndir varalitir með léttri áferð sem gefa fullkomna móðukennda en fallega flauelsáferð.
Varalitirnir eru einnig frábærir sem kinnalitir og á augnlokin.

La Mousse
Dásamleg hreinsifroða sem hreinsar vel burt farða, óhreindini, mengun og umfram olíu af húðinni. Formúlan er þykk og kremuð og skilur húðina eftir silkimjúka og hreina.
Mest selda vara Chanel í Asíu.


Le Lift Masque De Massage
Andlitsmaski sem er fullur af næringu sem sléttar og þéttir húðina.
Fyrir hámarks árangur skal nudda maskanum vel inn í húðina í nokkrar mínútur og hreinsa svo af.
Húðin verður sléttari, andlitsdrættir skírari og fínar línur minnka.
Maskin er einnig frábær sem krem undir farða.

Palette Essentielle
Þrjár krem vörur í einni pallettu.
Hyljari, ljómi og vara/kinnalitur.
Allar vörurnar eru mjúkar og litsterkar. Pallettan er svo skemmtileg þar sem hægt er að nota hana á fjölbreyttan hátt. Frábær í ferðalögin.

Minnum á að dagana 26-29.september eru CHANEL dagar í Lyf & Heilsu
Allar CHANEL vörur á 20% afslætti

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR