Falleg sólbrúnka inn í veturinn með NIP+FAB

Halló ágúst mánuður! Nú eru margir að klára sumarfrí og komnir aftur til vinnu ásamt því að skólarnir eru að hefjast á ný. Ef allt væri eðlilegt væru eflaust mörg okkar búin að kyssa sólina í heitari löndum og komin með fallega brúnku fyrir veturinn… það verður hinsvegar að býða betri tíma en ekki örvætna! Nip+Fab gaf út brúnkulínu í fyrra sumar sem hefur notið mikilla vinsælda og nú nýverið bættu þeir í úrvalið!

LUMINIZE FAUX TAN SERUM
Luminize Fake Tan Serum er létt serum sem gefur húðinni mikinn raka og fallegan
jafnan lit á 6-8 tímum. Serumið inniheldur Hýalúrónsýru sem veitir mikinn raka og Níasínamíð sem bæði jafnar áferð húðarinnar og lit. Serumið má bæði nota á andlit og líkama. Notið hanska á líkama og stóran bursta á andlit til að fá jafnari áferð. Skolið af eftir 6-8 tíma.


FAUX TAN SLEEP MASK
Fake Tan Sleep Mask er næturmaski sem gefur fallegan lit á 6-8 tímum. Hann inniheldur keramíð og E vítamín sem næra, styrkja og endurnýja húðina. Berið maskann á hreina húðina fyrir svefninn og skolið af morguninn eftir. Maskinn er glær og er ekki klístraður, sem gerir það að verkum að hann smitast ekki í rúmföt. Notið stóran bursta til að fá jafnari áferð. Auðvelt er að byggja upp fallegan lit með reglulegri notkun.
FAUX TAN BRONZING OIL
Fake Tan Bronzing Oil er nærandi olía sem gefur húðinni fallegan lit og ljóma. Olían inniheldur Argan olíu sem nærir húðina og styrkir. Einnig inniheldur hún Níasínamíð sem jafnar áferð húðarinnar og lit. Hana má nota á líkama og andlit. Notið hanska fyrir jafnari áferð og skolið af með volgu vatni eftir 6-8 tíma.

FAUX TAN EXPRESS MOUSSE ULTRA DARK
Fake Tan Express Mousse er brúnkufroða sem gefur húðinni fallegan lit á stuttum tíma. Hana ættu eflaust margir að þekkja en hún kom fyrst fyrir ári síðan en nú er hún einnig fáanleg í litnum Ultra Dark! Froðan inniheldur Aloe Vera sem gefur góðan raka og róar húðina. Einnig inniheldur hún Glýkólsýru sem tekur dauðar húðfrumur og jafnar litinn.
Best er að bera hana á í löngum strokum með hanska. Skolið af með volgu vatni eftir 1-3 tíma.

Allar vörur í brúnkulínu Nip+Fab eru vegan og vöruúrvalið er orðið ótrúlega fjölbreytt. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og hér má kynna sér nánar þær vörur sem komu fyrir ári.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR