Fallegar jólagjafir fyrir mömmu!

Það er yndislegt að dekra aðeins við mömmu og við vitum um eina af mörgum leiðum til þess! Í pakkanum þetta árið er tilvalið að gefa mömmu nú eða ömmu góðar snyrti eða húðvörur. Fallegur pakki sem gleður!

Hérna koma nokkrar sem að við mælum með.

  1. Elizabeth Arden, Retinol Ceramide Captules- Ampúllur sem mælt er með að setja á andlitið fyrir nóttina. Þessi einstaka blanda af retinol og ceramide styrkir, endurnýjar og nærir húðina.
  2. Guerlain- Daily repair serum- Einstök áferð og frábær virkni. Nærandi serum sem hjálpar til við endurnýjun húðarinnar og gefur fyllingu og þéttleika. Dregur úr og vinnur gegn sýnilegum áhrifum öldrunar með hjálp Black Bee Repair Technology. Ljómandi, þétt og heilbrigð húð með hjálp svörtu býflugunar.
  3.  Guerlain, Rouge G- Æðisleg gjöf fyrir fagurkera. Kremaður og mjúkur litur með jojoba og mango olíu sem nærir varirnar vel og heldur raka í vörunum allan daginn. Hyaluronic sýra og Gugul Resin koma í veg fyrir varaþurrk og gefa vörunum fyllingu. Mikill litur og góð ending. Rouge G fylling og Rouge G „cover“ eru seld í sitthvoru lagi og þú getur valið þér þína eigin samsetningu.
  4. Chanel LA Mousse- Anti pollution cleansing cream to foam- LA MOUSSE hreinsikremið er mildur djúphreinsir. Við snertingu við vatn breytist kremið í froðu. Eftir notkun verður húðin fersk, glóandi og hrein.
  5. Clarnis Double serum- Tvöföld virkni gegn öldrun húðarinnar og nú með öflugu plöntuþykkni. Double serum dregur úr sjáanlegum öldrunar einkennum húðarinnar, eykur ljóma, dregur úr húðholum og fínum línum svo húðin virðist fersk og ungleg.
    Formúlan inniheldur turmeric þykkni, uppgötvað á rannsóknarstofu Clarins sem örvar og viðheldur hinum fimm lífsnauðsynlegu þáttum í starfsemi húðarinnar.
  6. Shiseido retinol eye og facemask- Það er fátt betra en að næra húðina eftir langan dag. Augn og andlismaskarnir frá Shiseido sem innihalda hreint retinol, fíngera áferð húðarinnar, slétta sýnilegar línur og birta húðlit.

  7. Chanel Gabrielle- Gabrielle ein­kenn­ist af fjór­um hvít­um blóm­um: jasmín, ylang-ylang, app­el­sínu­blómi og tuberose frá Grasse. Toppnót­ur ilm­vatns­ins byggj­ast á manda­rínu, greipald­in og sól­berj­um en botn­inn bygg­ir á sandal­viði og moskus. Ilmvatn hannað fyr­ir kon­ur sem velja sína eig­in leið, hafa trú á sjálf­um sér og mætti sín­um.
Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR