Farðar fyrir þurra húð

Margir þekkja það að húðin okkar verður þurr á veturnar. Við þurfum oft að færa okkur í aðrar húðvörur sem gefa okkur meiri raka. Sum okkar þurfa jafnvel að að velja sér nýjan farða sem hentar betur fyrir þurra húð. Við hjá BOX12.is fannst kjörið tækifæri til að taka saman nokkra farða sem henta fullkomlega fyrir þurra húð.
Þeir hafa allir það sameiginlegt að veita húðinni gullfallega áferð og góðan raka.

1. Clarins Skin illusion
Léttur farði sem veitir húðinni gullfallega áferð. Farðinn er ótrúlega rakagefandi og inniheldur nærandiríkar olíur án þess að stífla húðina eða gera hana olíukennda.
Organic Leaf of Life þykkni gefa húðinni raka í allt að 24 tíma sem gerir húðina frískari, mýkri og náttúrulegri. Húðin fær léttan ljóma án þess að draga úr hennar náttúrulegu fegurð en farðinn verndar einnig húðina gegn skaðlegum umhverfisþáttum.

2. Chanel Vitalumiére Aqua
Fallegur farði sem veitir létta til miðlungs þekju. Formúlan er afar létt og mjúk en aðeins lítill dropi er nóg til að búa til náttúrulega og geislandi áferð.
Húðin verður fersk og falleg. Inniheldur Hýalúrón sýru sem viðheldur rakanum í húðinni og vörn SPF 15 sem ver húðina gegn útfjólubláum geislum.

3. Shiseido Synchro Skin Self–Refreshing Foundation
Frábær farði sem nærir húðina allan daginn. Farðinn inniheldur ActiveForce tækni sem berst gegn hita, raka, olíu og hreyfingu en með því helst farðinn á allan daginn. Formúlan er létt og veitir miðlungsþekju sem auðvelt er að byggja upp. Hentar öllum húðgerðum en farðinn veitir þurri húð góðan raka í allt að 8 tíma. Smitar ekki og sest ekki ofan í línur.

4. Gosh Foundation Plus+
Farði og hyljari í sömu í vöru.
Veitir náttúrulega áferð sem endist allan daginn. Létt formúla sem auðvelt er að nota. Farðinn bráðnar fallega inn í húðina, jafnar hana og gerir hana ferskari.
Foundation Plus+ inniheldur fjöldan allan af vítamínum, hýalúrón sýru og SPF15 vörn.
Hún vær góðan raka, er vernduð gegn skaðlegum geislum sólarinnar ásamt því að vinna gegn ótímabærri öldrun.

5. Guerlain L’essentiel
L’essentiel inniheldur 97% náttúruleg innihalds efni og er fyrsti farðinn hjá Guerlain sem er bæði farði og húðvara.
Farðinn vinnur ótrúlega vel á húðinni meðan hann er í notkun og gefur henni náttúrulega, ljómandi og fallega áferð.
Létt til miðlungs þekja sem endist í allt að 16 tíma.
Formúlan leyfir húðinni að anda vel, veitir henni raka og verndar gegn megnun. Húðin verður jafnari og bjartari með reglulegri notkun.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR