Fermingar farðanir- Góðar húð og snyrtivörur fyrir unga húð!

Nú fer fermingartíð senn að ljúka en þó margir sem bíða spenntir eftir sínum degi. Það er búið að vera gaman að fylgjast með fermingarbörnum taka þetta stóra og skemmtilega skref með tilheyrandi veisluhöldum og fjöri.

Tíska og förðun getur skipt krakkana máli á þessum stóra degi og vilja flestir vera í sínu fínasta pússi. Það er þó mjög persónubundið hversu mikið hver og einn kýs að nota þegar kemur að förðun en við teljum mikilvægast af öllu að huga vel að húðinni með góðum kremum. Mikil framför hefur verið í förðunarheiminum þegar kemur að góðum innihaldsefnum sem henta vel viðkvæmri húð sem margir unglingar glíma við.

Natalie Hemzehpour förðunarfræðingur tók að sér skemmtilega fermingarmyndartöku og deilir hér með okkur myndum á bak við tjöldin. Sjá má vel nærða fallega húð, ljóma, glossaðar varir og létta augnförðun. Hérna eru nokkrar vörur sem að Natalie notaði og mælir með fyrir unglinga og þá með viðkvæma húð.

Förðun

Það er mikilvægt að nota góðar vörur fyrir viðkvæma og unga húð en við mælum eindregið með GOSH Copenhagen þegar kemur að förðun. Vörurnar eru vegan vænar og ekki prófaðar á dýrum en þær eru einnig lausar við paraben efni.  Það má finna mikið úrval af frábærum förunarvörum sem henta öllum!

 

GOSH Copenhagen contour and stobe kit- GOSH, To rock down under augnskugga palletta- GOSH augabrúnagel- GOSH varablýantur- GOSH Lumi lips- COSH hyljari – GOSH, Catchy Eyes maskari

Húðvörur

Við mælum með Nip+Fab húðvörum fyrir unga húð en það má finna sérstakar Teen Fix línur sem henta unglingum einstaklega vel. Hjá Nip+Fab er mikið úrval af góðum húðvörum með fáum innihaldsefnum og því góðar vörur fyrir viðkvæma húð. Hvort sem leitað er eftir vörum fyrir olímikla, bólótta eða þurra húð getið þið fundið hreinsivörur, krem, maska og margt fleira á góðu verði.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR