Fermingarförðun með GOSH

Nú loksins fer að líða að stóra deginum! Dagur sem margir hafa beðið eftir síðan í vor… Fermingardagurinn er ótrúlega stór dagur fyrir marga og oftar en ekki eru þetta fyrstu skrefin sem unglingar taka þegar kemur að því að farða sig.

Fermingarmyndataka Galleri 17 // Ljósmynd Saga Sig // Förðun Viktoría Sól Birgisdóttir

Förðunartískan í ár snýst öll um léttan farða sem veitir fallegan ljóma og ýtir undir þína náttúrulegu fegurð. Hlýir ferskjulitir á bæði augu og kinnar og gloss á varir eru áberandi.

Fermingarmyndataka Galleri 17 // Ljósmynd Saga Sig // Förðun Viktoría Sól Birgisdóttir

GOSH Copenhagen býður uppá mikið úrval af frábærum snyrtivörum sem henta öllum! Vörurnar þeirra eru ekki prófaðar á dýrum, margar hverjar vegan og allar lausar við paraben efni. GOSH snyrtivörur eru því fullkomnar fyrir unglinga.

 

GOSH Chameleon Foundation
Fullkominn farði sem veitir mikinn raka, gefur náttúrulega áferð og fallegan ljóma. Chameleon er vegan, ofnæmisprófaður og án allra ilmefna.

GOSH Waterproof Setting Powder
Púður í lausu formi sem setur farðann og dregur úr umfram olíu. Það heldur einnig málningunni á sínum stað og hrindir frá sér vatni! Púðrið er vegan og án allra ilmefna.

GOSH Contour’n Strobe Kit – 001 Light
Countour’n Strobe inniheldur ljómapúður, kinnalit og tvenns konar sólarpúður… allt sem sólkysst og ljómandi húð þarf! Veitir létta áferð sem auðvelt er að byggja upp og blanda. Formúlan er vegan og án allra ilmefna.

GOSH Eyedentity – 002 Be Humble
Eydentity Be Humble hefur að geyma einstaklega fallega blöndu af hlýjum litum sem eru fullkomnir á fermingardaginn! Mjúk formúla og litirnir blandast auðveldlega. Formúlan er vegan og án allra ilmefna.

GOSH Catchy Eyes Mascara Drama
Catchy Eyes er einstaklega góð formúla sem greiðir vel úr augnhárunum og heldur þeim á sínum stað út daginn, janfvel í gegnum rigningu eða tár! Maskarinnn er ofnæmisprófaður og hentar því vel viðkvæmum augum eða þeim sem ekki eru vanir að nota maskara. Einnig er auðvelt að fjarlægja hann. Formúlan er vegan og án allra ilmefna.

 

GOSH Defining Brow Gel – 001 Transparent
Glært augabrúnagel sem mótar augabrúnirnar og heldur þeim fínum út daginn. Gelið er vegan og án allra ilmefna.

GOSH Lumi Lips – 001 BFF
Fallegt gloss sem veitir léttan lit. Formúlan inniheldur olíu sem unnin er úr sjávarþara og mýkir varirnar og gefur þeim aukna fyllingu. Glossið er ekki klístrað og er vegan. Hér að neðan má sjá skemmtilega útfærslu af því hvernig er hægt að poppa aðeins uppá varirnar með smá glimmeri.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR