Fyrir nokkrum dögum fór fram Óskarsverðlaunahátíð og var leikonan Margot Robbie förðuð með vörum frá Chanel. Við tókum saman þær vörur sem leikonan var förðuð með og má finna þær hér að neðan.
Le Lift Maski
Rakagefandi maski sem nærir húðina vel og gefur henni mikinn teygjanleika. Vinnur á fínum línum og dregur úr áhrifum öldrunar. Maskann þarf ekki að þvo af og er hann fullkominn undir farða.
Water-Fresh Tint farði
Til að gefa förðuninni aukinn ferskleika notaði förðunarfræðingurinn vinsæla Water Fresh Tint í litnum Deep. Farðinn inniheldur 75% vatn og örsmáar ambúllur sem bráðna inn í húðina. Water Fresh Tint er frábær farði einn og sér en einnig glæsilegur undir farða lí´ka.
Les Beiges Healthy Glow Farði
Les Beiges farðinn gefur húðinni fallegann ljóma, sest ekki í fínar línur og verndar hana frá efnum í umhverfinu sem geta haft slæm áhrif á húðina. Farðinn hefur miðlungs létta þekju sem gefur þér kost á að byggja farðann upp af vild. Notað var BD51 á leikonuna, en auðvelt er að fara á sölustaði Chanel og fá aðstoð frá sérfræðingi til að velja um litaval.
Healthy Glow Sheer kinnalitur
Fullkomin viðbót við ferska húð er fallegur krem kinnalitur. Stift form með dásamlegri formúlu sem bráðnar fallega inn í húðina. Kinnaliturinn er vel þekjandi og auðvelt er að nota hann eitt og sér eða yfir farðann. Húðin fær samstundis ferskara yfirbragð. Blandið létt með hringlaga hreyfingum.
Le Volume de Chanel maskari
Góður maskari er ómissandi en Chanel LE Volume er maskari sem gefur mikið volume.
Það sem gerir hann einstakan er að hann hefur náttúrulegt vax og acacia gum sem ýkir krulluna og heldur henni allan daginn.
Intense Longwear Eyeliner penni
Þessi er æðislegur fyrir byrjendur en pensillinn er auðveldur í notkun og auðvelt er að gera fullkominn spíss eyeliner. Eyelinerinn er endilegamikill og litsterkur, notað var lit nr.10 á leikkonuna.
Rouge Coco Flash varlitur
Fullkominn varalitur fyrir sumarið en þessi gefur vörunum þínum næringu í allt að 8 tíma. Endingagóð formúla sem inniheldur smjör sem bráðnar á vörunum og breytist í gegnsæja næringaríka olíu. Leikkonan notaði litinn „Chicness“.
Le Crayon Lèvres varablýantur
Það er nauðsynlegt að ramma varirnar inn og við mælum með þessum silkimjúka varalitablýanti frá Chanel í verkið. Liturinn heitir passar fullkomnlega við varalitinn að ofan heitir Nude Brun.
Gabrielle Essence ilmvatn
Þú ferð ekki á óskarinn nema lykta eins og drottning. Þessi dásamlegi ilmur er bjartur, ferskur og ber einstakar nótukjarna af hvítum blómum. Aðal nóta ilmsins er Tuberose en það er gaman að segja frá því að Chanel ræktar sín eigin Tuberose plöntur. Nótur af Jasmín, Ylang-Ylang og Orange Blossom eru einnig alsráðandi.