Þó svo að það sé verið að koma örlítið í veg fyrir það að við getum farið út og gert okkur sæt fyrir ákveðin tilefni, þá þýðir það ekki að það eigi að stoppa okkur að gera okkur örlítið sætari en vanalega. Þó svo við séum bara að fara upp í sófa aftur að horfa á góða mynd. Gaman er að nýta þennan tíma og fara örlítið út fyrir þægindarammann með förðunarrútínuna sína og prófa eitthvað nýtt. Þessi atriði nefnd að neðan er það sem við teljum vera förðunartrend haustið 2020.
Grafískir liner
Við erum farin að sjá meira og meira af grafískum linernum, en þeir hafa verið stimplaðir í tískuheiminum síðastliðin ár. Þetta trend er tilvalið fyrir þá sem vilja fara smá út fyrir kassann og vera djarfir. Tilvalið að krydda upp á venjulegt hversdagslook með lituðum grafískum liner.
Fluffy augabrúnir
Það hefur kannski ekki farið framhjá mörgum að miklar og náttúrulegar augabrúnir hafa verið mikið trend á þessu ári. Það trend heldur áfram og erum við mjög hrifin af því. Náttúrulegar en miklar augabrúnir eru ákveðið statement sem getur fylgt náttúrulegri eða fínni förðun. Gosh Ultra Thin Brow Pen og Define Brow Gel er fullkomin tvenna í að ná fram náttúrulegum augabrúnum.
Dökkar og rauðar varir
Eins og Coco Chanel sagði „If you are sad, add more lipstick and attack“ og á sú setning vel við varatrendið í haust. Rauðar og dökkar varir koma sterkt inn með haustinu en okkur finnst fallegur varalitur alltaf setja punktinn yfir i’ið í förðun. Mælum með að þú skoðir úrvalið hj´a okkur við tækifæri.
Mött húð
Mött húð kemur inn með hausttrendinu en við höfum séð mikið af rakamiklum og ljómandi húð í sumar. Mattandi farðar eða púður er því must í snyrtitöskuna. Mælum með að skoða úrvalið okkar af mattandi förðum.
Blurruð augnskygging
Blár virðist halda áfram í hausttískunni, en í Förðunartrend Sumar 2020 töluðum við um að blár væri litur ársins. Kóngablár kemur sterkur inn af tískupöllunum og mælum við með að þú prófir hann! Til að fá litinn sterkann og vel pigmentaðann mælum við með að spreyja rakaspreyi rétt svo á burstann og svo dömpa honum í augnskuggann.
Litaðir maskarar
Við erum mjög spennt fyrir þessu nýja trendi. Litaðir maskarar er skemmtilegt nýtt trend sem allir geta tekið þátt í og er það skemmtileg leið til að setja smá twist á hversdagsförðunina.