Förðunartrend Sumar 2020

Við tökum fagnandi á móti sumrinu! Með sumrinu kemur hækkandi sól og fleiri falleg förðunatrend. Þegar við hugsum sumarförðun kemur upp í hugan, létt förðun, ljómandi húð og „minna er meira“ en sumarið 2020 verður einstaklega litríkt og smá „extra“ í öllu. Hér eru sex förðunartrend sem við erum að elska!

Neon litaðir augnskuggar

Litríkir augnskuggar hafa sjaldan verið jafn áberandi og núna! Verið óhrædd við það að prófa nýja liti, bæði fyrir partýin og fyrir fínni tilefni. Litur ársins, blár, kemur sérstaklega sterkur inn.

Falleg förðun með Kajal InkArtist blýöntum frá Shiseido.

Grafískir linerar

Undanfarin ár hafa grafískir linerar verið frekar stimplaðir við tískuheiminn en þeir eru nú að færast yfir í hversdagsleikan, við tökum því fagnandi! Það er fátt jafn fallegt og fallegir grafískir linerar. Þetta trend er einnig tilvalið fyrir þær sem vilja smá liti en eru ekki mikið með augnskugga.

Bleikar varir

Það er kominn tími til að leggja rauða varalitinn til hliðar, að minnsta kosti fram á haustið. Sumarið 2020 snýst allt um bjarta, vatnsmelónu-bleika varaliti.

Rouge G varalitur úr vorlínu Guerlain, einstaklega fallegur.

Bleikar Kinnar

Bleikar og ljómandi kinnar verða áberandi í sumar, verið óhrædd við að leyfa roðanum að skína í gegn. Hér á „minna er meira“ alls ekki við!

Hvítur eyeliner

Taktu grafíska liner trendið skrefinu lengra með hvítum eyeliner.

Glossaðar varir

Glossaðar varir hafa verið gríðarlega stórt trend og það er enginn breyting á því. Þetta eru kannski engar fréttir en þetta er eitt okkar uppáhalds trend og því ómissandi í þessari upptalningu. Ykkur að segja að þá fer trendið ört vaxandi og margir spennandi nýjungar framundan.

1 Comment

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR