Þessar förðunarvörur eru vegan

Gosh er danskt vörumerki sem hefur starfað síðan árið 1945. Þetta vörumerki telur að umhverfið skiptir máli og standa þeir frammi fyrir frábæru framtaki að takast á við plastmengun í hafinu, þar sem þeir búa til umbúðir úr endurunnu úrgangsplasti. Ef varan ber OWP merki þá eru umbúðirnar úr umhverfisvænu plasti.

Gosh er með gott úrval af vegan og ilmvatnslausum vörum í boði. Flestar af vörunum þeirra eru ofnæmisvottaðar og er það eitthvað sem skiptir Gosh máli. En allar vörurnar hér að neðan eru vegan og ilmvatnslauar eða perfume free

CHAMELEON PRIMER ANTI-WRINKLE

Þessi farðagrunnur eða primer er olíulaus, gefur húðinni raka og er léttur á andlitinu. Í farðagrunninum eru lítil hjúpuð litarefni sem aðlagast að mismunandi litum í húðinni. Hann skilur húðina eftir heilbrigða og með fallegan ljóma. Þessi töfra primer verndar húðina þína einnig fyrir öldrun, sem er algjör snild ef þú spyrð okkur!

CHAMELEON FOUNDATION

Ef þú vilt náttúrulegann farða þá er þessi farði fyrir þig. Hann er léttur og jafnar út litamismun í húðinni, en í honum er einnig litarhylki eins og í farðagrunninum sem umbreytast og jafna út mismunandi húðlit t.d. roða. Farðinn er einnig mattur, sem kemur sér vel fyrir þar sem við erum að sjá mikið um matta húð í haust/vetur.

CONCEALER – HIGH COVERAGE

Þessi hyljari gefur fulla og góða þekju en er samt sem áður léttur á andlitið. Fulla þekjan felur auðveldlega þær bólur sem við viljum fela, bauga undir augunum og endist yfir daginn.

 

I’M BLUSHING

Þessi æðislegi kinnalitur er fullkominn til að setja punktinn yfir i’ið á hversdagsförðunina þína. Hann kemur í 4 litum og mælum við með að fara út fyrir kassann og prófa blanda tveim litum saman. I’m blusing kinnaliturinn gefur húðinni ferskt útlit og mælum við mjög mikið með honum!

EYEDENTITY

Eyedentity augnskuggapalleturnar eru með litum sem henta fyrir bæði dag og nótt. Í pallettunni má finna matta, glansandi og málmliti sem auðvelt er að blanda og byggja upp á augnlokið. Við mælum einnig með að setja hyljarann hérna að ofan sem grunn áður en þú setur augnskuggann á augun. Palletturnar eru einnig í fullkomnri stærð til að taka með í ferðalagið eða hvert sem er.

DEFINITION BROW GEL

Definition augabrúna gelið er fáanlegt í nokkrum litum og einnig sem glært. Glært augabrúnagelið sér til þess að náttúrulegur litur augabrúnanna fær að njóta sín og skilur þær eftir vel mótaðar og á sínum stað. Litað gel gefur brúnunum aukalit sem og að móta þær. Gott er að eiga litað gel þegar augabrúnirnar fara að lýsast.

ULTRA THIN BROW PEN

Ultra thin brow peninn frá Gosh er frábært til að búa til fallegar og fullar augabrúnir. Blýanturinn kemur í nokkrum litum og er hann með greiðu á endanum svo hægt er að greiða vel úr brúnunum áður en þær eru mótaðar með pennanum. Þessi frábæri penni gefur þér möguleika á að stjórna þykkt brúnanna, hvort sem þú vilt hafa þær þunnar, þykkar eða náttúrlegar. Við mælum svo með að nota gelið að ofan til að móta brúnirnar enn betur.

FIX IT! LIP PRIMER

Varagrunnur er vara sem þarf að vera til í öllum snyrtitöskum. Varagrunnurinn eða primer hjálpar til við að slétta úr varaþurrki og undirbúa varirnar fyrir varalit eða gloss. Varagrunnurinn sér til þess að varaliturinn haldist og endist lengur á vörunum þannig þú þarft ekki að setja hann oft á þig.

 

LUXURY ROSE LIPS

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR