Frábærir ilmir fyrir haustið

Ertu að leita þér að ilm fyrir haustið?

Hér að neðan eru fimm frábærir ilmir sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara fyrir haustið

 1. Jean Paul Gaultier La Belle & Le Baue
Innblástur beint frá Adam og Evu en Jean Paul Gaultier er þekktur fyrir að vera óhefðbundinn og skemmtilegur þegar kemur að ilmunum hans.
Einstaklega djúpir, kynþokkafullir og seiðandi en umfram allt skemmtilegir.
Glösin eru bæði gullfalleg og ilmirnir dásamlegir.

 2. Paco Rabanne – Pure XS
Erótískur ilmur með blóma ívafi. Viltur, djarfur og kynþokkafullur. Nótur af Ylang-Ylang, Popcorn, Vanilla og Sandalviði gefa dásamlega en djúpa blöndu.

 3. Jimmy Choo – Fever
Glamúr er innblástur ilmsins Fever frá Jimmy Choo en ilmurinn á að takna styrkleika og kynþokka á dularfullan hátt. Sterkur, fullur af heitum blómum með dökkan bakgrun en nótur eins og Greipaldin, Jasmín og Tonka baunir fylla ilminn af ferskleika en dulúð.

4. Guerlain – Mon Guerlain Intense
Nýjasti ilmur í Mon Guerlain seríunni. Intense er eins og nafnið gefur til kynna sterkari, djarfari og villtari en hinir. Aðal nóturnar eru Lavender, Jasmín og Vanilla líkt og í hinum Mon Guerlain ilmunum. Það sem einkennir Intense er að hann inniheldur tvær nótur af Vanilla og á botninum er að finna Patchouli.

 5. Carolina Herrera – Good Girl
Ótrúlega flottur ilmur frá Carolina Herrera en inblástur hennar kemur frá nútíma konum. Konur sem bera kynþokka og styrk. Konur sem eru leyndardómsfullar á góðan eða slæman hátt. Nútima ilmur á fágaðan hátt.
Nótur sem einkenna ilminn er meðal annars Jasmín, Tonka baunir og kakó.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR