Fullkomin húðrútína með Shiseido – Aðeins 6 skref

Góð húðrútína er eitthvað sem allir ættu að tileinka sér og það er aldrei hægt að predika það um of. Góð húðrútína er einnig lykillinn að fallegri förðun.

Shiseido er leiðtogi í rannsóknum í húðsjúkdómafræði og leggur mikinn metnað í hverja vöru. Það er því óhætt að segja að þú getir fullkomnað þína húðrútínu með vörum frá Shiseido. Þessi 6 skref veita húðinni þinni allt sem hún þarf út í daginn og er einföld og fljótleg.

Skref 1. Complete Cleansing Microfoam

Létt, olíulaus hreinsifroða sem fjarlægir óhreinindi og undirbýr húðina fyrir næstu skref. Froðan er einnig mjög góður farðahreinsir en fyrir vatnsheldan maskara er mælt með því að nota augnfarðahreinsi.

Skref 2. Treatment Softener

Fyrir venjulega til þurra húð: Treatment Softener Enriched 

Rakagefandi andlitsvatn sem þéttir húðina og gerir hana móttækilegri fyrir næstu skref húðrútínunnar. 

Fyrir blandaða til olíu mikla húð: Treatment Softener

Létt andlitsvatn sem dregur úr olíumyndun, betrumbætir húðina og gerir hana móttækilegri fyrir næstu skref húðrútínunnar.

Skref 3. Power Infusing Concentrate

Serum fyrir allar húðgerðir sem styrkir húðina og verndar hana fyrir mengun úr umhverfinu. Ultimune serumið skal nota kvölds og morgna eftir að húðin hefur verið hreinsuð. Notað á undan rakakremi til að auka virkni rakakremsins og má einnig nota með örðu serumi fyrir aukna virkni.

Skref 4. Power Infusing Eye Concentrate

Augnserum sem verndar augnsvæðið fyrir daglegu amstri, styrkir það og þéttir. Veitir góðann raka og eykur virkni augnkremsins. Má einnig nota eitt og sér og er fullkomið sem fyrsta „augnkrem“.

Skref 5. Essential Energy Day Cream SPF 20

Létt rakakrem fyrir allar húðgerðir sem fer hratt inn í húðina og veitir hámarks raka. Sléttir húðina og viðheldur ferskleika hennar. Inniheldur einnig SPF 20 sem verndar húðina fyrir útfjólubláum geislum og mengun.

Skref 6. Benefiance Wrinkle Smoothing Eye Cream

Síðasta skref húðrútínunar bæði kvölds og morgna. Augnkrem sem vinnur á fínum línum, sléttir og viðheldur húðinni unglegri. Veitir 48 stunda raka. Sjáanlegur munur eftir aðeins eina viku af notkun!

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR