Fullkomin sumarförðun með vörum frá Chanel

Dagana 21 – 25. apríl er Chanel á 20% afslætti í verslunum Lyf & Heilsu. Við elskum að leyfa ykkur að kaupa uppáhalds vörurnar ykkar á afslætti svo við ætlum að henda í lista með okkar uppáhalds Chanel vörum. Þessar vörur gefa ykkur ferska og fallega förðun.

„Beauty begins the moment you decide to be yourself“ – Coco Chanel

HYDRA BEAUTY CAMELLIA WATER CREAM - skincare - 30ml - CHANEL - standard view
Hydra Beauty Camellia Water Cream

Rannsóknir sýna það að kamillu blómið gefur húðinni góðann raka og vernda efsta lag húðarinnar frá streituvaldandi áhrifum í umhverfinu. Camellia Water kremið sér til þess að vernda húðina þína, jafna út öldrunareinkenni, gefa henni góða fyllingu og skilja húðina eftir endurnærða. Kremið er því fullkomið undir farðann og sér til þess að förðunin verði geislandi og fersk yfir daginn.

LES BEIGES WATER-FRESH TINT - makeup - 30ml - CHANEL - Default view

Les Beiges Water Fresh Tint

Water Fresh Tint farðinn er þekktur fyrir ferskleika sinn og náttúrulegt útlit. Water Fresh Tint farðinn inniheldur 75% vatn og örsmáar ambúllur sem bráðna inn í húðina og skilja eftir sig létta en fallega þekju. Berið farðan á í hringlaga hreyfingum með burstanum. Nú er Water Fresh Tint fáanlegt í 3 nýjum litum.

LES BEIGES CREME-BRONZER - makeup - 30g - CHANEL - standard view

Soleil Tan De Chanel – Bronze Universel Bronzing Makeup

Þessi vara er mikið must þessa dagana til að bæta smá hlýju og ferskleika í förðunarrútínuna. Soleil Tan er matt sólapúður í kremkenndri formúlu sem auðvelt er að blanda inn í andlitið og byggja upp lit. Þessi vara hentar einnig einstaklega vel ein og sér, smá rakakrem og Soleil Tan, þú ert tilbúin í daginn.

LES BEIGES STICK BLUSH - makeup - 8g - CHANEL - Default view

Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour Stick

Fullkomin viðbót við ferska húð er fallegur krem kinnalitur. Stift form með dásamlegri formúlu sem bráðnar fallega inn í húðina. Kinnaliturinn er vel þekjandi og auðvelt er að nota hann einn og sér eða yfir farðann. Húðin fær samstundis ferskara yfirbragð. Blandið létt með hringlaga hreyfingum.

Ombre Première Laque

Ef þú hefur ekki prófað þessa augnskugga þá ert þú að missa af miklu. Þessir krem augnskuggar eru fullkomnir og mjög auðveldir í notkun. Kremformúlan auðveldar þér að dreifa honum á augnlokið, en það má t.d. nota fingurinn til að dreifa honum. Litasterkir augnskuggar sem eru frábærir einir og sér eða blandaðir við aðra augnskugga.

LE VOLUME DE CHANEL WATERPROOF - makeup - 6g - CHANEL - Default view
Le Volume de Chanel

Góður maskari er ómissandi en Chanel LE Volume er maskari sem gefur mikið volume.
Það sem gerir hann einstakan er að hann hefur náttúrulegt vax og acacia gum sem ýkir krulluna og heldur henni allan daginn.

ROUGE ALLURE LAQUE - makeup - 5.5ml - CHANEL - Default view

Rouge Allure Laque

Fyrstur sinnar tengundar frá Chanel, en þessi frábæri vökva varalitur er litsterkur og hefur allt að 10 tíma endingu. Varaliturinn gefur vörunum þínum raka í allt að 12 tíma. Formúlan er mjög létt og skilur eftir sér satín áferð á vörunum. Við mælum með litnum 61 fyrir fallegann sumar varalit.

Chanel sérfræðingur tekur vel á móti þér í Lyfjum & Heilsu Kringlu,
á meðan 20% afsláttur er í gangi.

Gleðilegt sumar!

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR