Yfir sumartímann viljum við hafa förðunarrútínuna okkar einfalda og þæginlega. Þar að segja, ein frábær vara sem gefur andlitinu fallegan ljóma. Við tókum saman 5 uppáhalds farðana okkar sem eru frábærir í sumar.
Milky Boost Cream frá Clarins
Farði sem styrkir húðina – fyrsta mjólkurkennda litaða dagkremið sem bæði styrkir húðina og gefur henni endingargóðan ljóma! Milky Boost Cream leiðréttir misfellur, eyðir þreytumerkjum og minnkar fínar línur. Útkoman færir þér flauelshúð í sínu besta formi svo hún ljómar.
Chameleon Foundation frá GOSH
Chameleon farðinn er léttur og jafnar út litamismun í húðinni, en í honum er einnig litarhylki sem umbreytast og jafna út mismunandi húðlit t.d. roða. Farðinn er einnig mattur, sem kemur sér vel fyrir þær sem vilja frekar matta húð heldur en ljómandi.
Sports BB Cream SPF 50+ frá Shiseido
Sport BB er hönnuð með íþróttafólk efst í huga. Hvort sem þú ert í golfi, hjólreiðum, fjallgöngu eða léttri göngu. Sólarvörnin veitir mikla og góða vörn meðan hreyfing er stunduð, því meiri sviti sem myndast því áhrifaríkari verður vörnin. Farðinn er léttur BB farði með miðlungsþekju sem auðvelt er að blanda við húðina og byggja upp. Farðinn helst vel á allan daginn.
CC Cream SPF 50 frá Chanel
Létt CC krem með SPF 50 er fullkomin fyrir þær sem vilja sólarvörn og farða í einni vöru. Kremið hefur 5 ofurkrafta en það jafnar áferð húðarinnar, veitir henni næringu, leiðréttar, verndar og birtir. Gefur einstaklega fallegan ljóma með miðlungs þekju. Áferðin verður mjög náttúruleg og falleg.
Terracotta Joli Teint frá Guerlain
Þessi fallegi farði frá Guerlain er með miðlungs þekju og hentar einstaklega vel til þess að ná fram brosuðu og sumarlegu útliti. Farðin skilur eftir sig náttúrlega áferð og leyfir húðinni að njóta sín en jafnar út húðlit og gefur fallegan lit. Einnig er frábært að farðinn er með sólarvörn 20 og því hentugur fyrir sumarið.