Gjafaleikur! Vilt þú vinna allar vörurnar “í boxinu“?

Við fögnum því nú hefur nýtt útlit BOX12 litið dagsins ljós! BOX12 hefur verið í loftinu frá því 2015 og því tími komin á breytingar sem við erum svo sannarlega ánægð með. Við munum halda áfram að deila með ykkur fréttum úr förðunarheiminum ásamt góðum ráðum og nýjungum.

Við erum með skemmtilega viðbót á heimasíðunni sem ber nafnið ‘’í boxinu’’ Þar munum við fjalla um vörur mánaðarins að okkar mati og reynum að stíla inn á árstíð eða viðburði í hverjum mánuði fyrir sig. Hægt verður að lesa um vörurnar og við munum einnig vera með gjafaleiki þar sem lesendur geta fengið tækifæri til þess að prófa vörur mánaðarins. Við byrjum því á fyrsta gjafaleik BOX12 ‘’ í boxinu’’ í tilefni þess að nýja fallega síðan okkar er komin í loftið.

Við kynnum hér fyrstu vörurnar ‘’í boxinu’’ fyrir næstu 4 vikurnar.

Shiseido clarifying cleansing foam

Rakagefandi hreinsikrem frá Shiseido. Hreinsirinn inniheldur hvítan leir og örmalað púður sem dregur í sig óhreinindi í húð og fjarlægir dauðar húðfrumur á mildan hátt. Húðin verður hrein, fersk, mjúk og ljómandi fyrir daginn og nóttina en best er að nota hreinsinn kvölds og morgna.

Abeille royal double r serum frá Guerlain

Nýjung á markaði! Double R serumið er ekki bara eitt heldur tvö serum sem vinna saman til að fullkomna húðina. Serumið endurnýjar húðina á meðan hitt jafnar áferð og gefur lift.  Blackbee Repair Technology gerir við öll lög húðarinnar og vinnur á línum og húðáferð. Ouessant Blabk Bee royal jelly gefur lift og skéttir úr línum.

Clarins hydra essential Eye mask

Kælandi og nærandi augnkrem frá Clarins. Birtir augnsvæði og minnkar bólgur og bauga. Maskinn bráðnar inn í húðina og kælir augnsvæði sem er endurnærandi á morgnanna. Notið maskann í 10 mínútur á morgnanna eða setjið á fyrir nóttina fyrir auka raka og næringu.

Shiseido essential energy moisture Cream

Endurnærandi rakabomba frá Shiseido! Orkugjafi sem nærir og gefur húðinni aukið líf. Silkimjúk áferð sem fer fljótt inn í húðina og skilur eftir sig ljóma og ferskleika. Vel nærð húð sem ljómar að innan frá.

Nip+fab no needle fix hand Cream

Nú þegar það er farið að kólna er gott að eiga góðan handáburð. Þetta frábæra krem frá Nip+Fab nærir vel án þess að vera klístrað. Kremið inniheldur A og C vítamín ásamt kókosolíu. Það ilmar vel, nærir vel og er á frábæru verði!

Nip+fab mattifying pore minimizing primer mask

Æðislegur maski fyrir alla þá sem glíma við olíumikla og glansandi húð. Maskinn er frábær undirbúningur fyrir farða þar sem hann mattar húðina og dregur úr glans en nærir á sama tíma. Blanda af vítamínum, amínó sýrum og hyloronic sýrum dregur úr olíumyndun og minnkar ásýnd opinna svitahola. Gefur raka án þess að glansa!

 

Til þess að komast í pottinn þarft þú að : 

  • Segja okkur hvaða vöru í boxinu þú ert mest spennt/ur fyrir 
  • Merkja vin eða vinkonu sem þú vilt að eignist pakkann

Við drögum svo út næstkomandi sunnudag þann 30.september einn lesenda og vin sem fá þennan glæsilega vinning.

Við myndum svo virkilga kunna að meta að fá like á Facebook síðu okkar HÉR og auðvitað hvetjum við ykkur til þess að deila færslunni með ykkar vinum. 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR