Glossar með hámarks næringu

Gloss dettur aldrei úr tísku en það jafnast ekkert á við fallegan gloss sem nærir varirnar vel og heldur þeim mjúkum og fallegum allan daginn

 1. Clarins – Natural Lip Perfector
Ein vinsælasta varan frá Clarins en þessu fallegu gloss eru einstaklega næringarík og veita vörunum þínum næringu og raka allan daginn.
Litirnir eru léttir og fallegir en ásetjarinn gerir það að verkum að auðvelt er að nota þá hvar og hvenær sem er án spegils.
Kemur í nokkrum litum.

 2. Shiseido – Crystal Clear Lip Gloss
Dásamlega gott með þykkri en frábærri formúlu sem veitir vörunum hámarks glans. Varirnar virka fylltari og stærri með aðeins einni ásetningu. Glossinn er glær á litinn svo hann er fullkominn yfir hvaða varalit sem er

 3. Guerlain – KissKiss Lip Gloss
Fallegir varalitir frá Guerlain en þeir koma í þremur mismunandi týpum.
Möttum, sanseruðum og með glans áferð.
Varalitirnir innihalda 9x innihaldsefni og meðal annars trönuberjaolíu sem nærir og verndar varirnar einstaklega vel. Formúlan kemur í veg fyrir allann þurrk og hýalúrónsýra veitir raka.
Möttu varalitirnir eru fallega litsterkir.

 4. Chanel – Rouge Coco Flash
Það er ekkert fallegra en skærir og glansandi varalitir.
Rouge Coco Flash eru gegnsæir og litsterkir varalitir sem veita vörunum þínum næringu í allt að 8 tíma
Endingagóð formúla sem inniheldur smjör sem bráðnar á vörunum og breytist í gegnsæja næringaríka olíu.

 5. Gosh – Lumi Lips
Léttur og fallegur gloss sem veitir vörunum fallegan glans með léttum litum.
Formúlan nærir varirnar einstaklega vel og hefur þann eiginleika að klístrast ekki. Varirnar verða fallegar og vel nærðar eftir aðeins eina stroku. Inniheldur olíur sem nærir þínar varir út daginn.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR