Góð vinkona á skilið fallega jólagjöf.

Góð vinkona á alltaf skilið eitthvað fallegt. BOX12 tók saman lista af dásamlegum gjöfum sem geta glatt stór hjörtu.

 1. Mon Guerlain
Dásamlegir ilmir frá Guerlain sem einkenna kvennleika og fegurð. Ilmirnir hafa allir sameiginlegar nótur af Vanilla, Jasmín og Lavender en þeir hafa einnig sínar einkennis nótur sem einkenna þá. Ilmirnir eru allir ólíkir, fallegir og kvenlegir.
Glösin eru gullfalleg á snyrtiborðinu.

 2. Clarins Tonic Body Polisher
Dásamlegur líkamskrúbbur sem veitir vellíðan og silkimjúka húð.
Skrúbburinn endurvekur sogæðakerfið í líkamanum, þéttir húðina og veitir henni mýkt. Skrúbbar í burtu allar dauðarhúðfrumur.
Dásamlegur ilmur af rósmarín og mintu einkennir skrúbburinn en hann inniheldur Salt kristala, sykur, hazelhnetu olíu og Shea Butter.
Dásamlegt dekur.

 3. Chanel Le Vernis
Naglalökk er alltaf vinsæl gjöf en naglalökkin frá Chanel eru dásamleg. Litirnir eru litsterkir, formúlan er endingargóð og auðveld í ásetningu.

4. Guerlain Rouge G
Hver vill ekki eiga fallegan varalit í fallegri öskju?
Rouge G varalitirnir eru gullfallegir, litsterkir með frábærri formúlu sem nærir varirnar. Jojoba og Mangó olía sjá til þess að varirnar þínar séu fullkomlega nærðar með varaliturinn helst á. Lokið er hægt að fá í mörgum útgáfum svo allir finna sitt við hæfi. Spegill og stækkunargler má finna inn í lokinu svo hægt er að taka Rouge G með sér hvert sem er.
Varalitirnir koma bæði í mattri formúlu og með fallegum glans.

5. Shiseido Beauty Sleeping Face Mask
Við elskum öll gott dekur en Shiseido Beauty Sleeping Face Mask tekur dekrið á næstu hæðir. Maskinn er stútfullur af næringu og raka. Hann endurnýjar húðina þína meðan þú sefur. Þrátt fyrir 3ja tíma svefn mun maskinn vinna svo vel á húðinni þinni að hún lýtur út fyrir að hafa fengið 10 tíma svefn. Þú vaknar með slétta, ljómandi og fallega húð. Engin ummerki um þreytu.

6. Abercrombie & Fitch – Authentic
Léttur ilmur sem hentar öllum vinkonum. Ilmurinn er fullkominn hvar og hvenær sem er. Tímalaus, ferskur og þæginlegur.

 7. Elizabeth Arden 8 Hour Intensive Hand Treatment.
Góður handáburður er nauðsynlegur í kuldanum. Eight Hour línan frá Elizabeth Arden er þekkt fyrir að veita mikinn raka, endurnýja húðina og vinna að skemmdum og því er handáburðurinn úr línunni fullkominn fyrir veturinn. Veitir hámarks raka í 8 tíma.

 8. Clarins Instant Light Natural Lip Perfector
Ein vinsælasta varan frá Clarins en þessu fallegu gloss eru einstaklega næringarík og veita vörunum þínum næringu og raka allan daginn.
Litirnir eru léttir og fallegir en ásetjarinn gerir það að verkum að auðvelt er að nota þá hvar og hvenær sem er án spegils.
Kemur í nokkrum litum.

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR