Good Girl Dot Drama nýtt frá Carolina Herrera

Carolina Herrera hefur sett á markað nýjan ilm undir nafninu Good Girl Dot Drama. Það er engin önnur en Karlie Kloss sem er andlit ilmsins og er þetta hennar þriðja ár sem andlit Good girl ilmana en sá fyrsti kom á markað árið 2016. Samstarf Carolina Herrera og Karlie Kloss hófst þó árið 2008 þegar hún opnaði tískusýningu fyrir merkið og síðan þá hefur merkið átt í góðu samstarfi við ofurfyrisætuna.

Við vissum frá byrjun að hún myndi vera fullkomin sem andlit Good girl. Glæsileg, með góðan stíl, falleg og fyndin en á sér samt óþekka hlið. Við áttuðum okkur líka fljótt á því hversu hæfileikarík og öflug Karlie er en hún er afar áhugasöm, forvitin, ákveðin og gefur allt í það sem hún tekur að sér. Hún er hin fullkomna fyrirmynd. – Herrera  de Baez

Í allri hönnun fyrir Good Girl Dot Drama má sjá doppur en mynstrið var innblástur fyrir ilminn. Doppur geta verið fágaðar, skemtilegar og öðruvísi segir Herrera en í fyrsta ilm Carolina Herrera frá árinu 1988 má einnig sjá hvernig doppur eru notaðar í hönnun.

Ilmurinn er einstakur en hann opnast með möndlum, kaffi, bergamot og sítrónu. Hjarta ilmisins er blómailmur en þar má finna Tuberose, Damascus rose, Jasmín og Orange blossom. Endanótur eru kakó, vanilla, kanill, sandalviður, patchouli og musk.

Léttur, sætur en á sama tíma djúpur ilmur sem er frábær fyrir hvaða tilefni sem er!

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR