Farðinn sem vinnur í takt við þína húð

Flestar konur hafa lent í að kaupa sér farða og sjá svo að liturinn hentar ekki alveg. Nýjasta viðbót í farðalínu Gosh aðlagast þínum húðlit svo að liturinn passi alltaf fullkomlega við þína húð.

Farðinn heitir Chameleon Foundation og er innblásin af vinsæla Chameleon Primer frá Gosh sem einnig aðlagast þínum húðlit. Chameleon Foundation er léttur og rakagefandi. Hann sléttir áferð húðarinnar og áferðin er flauelskennd og náttúruleg. Best er að bera farðan á húðina með þéttum bursta eða fingrunum. Þekjan er góð og hægt er að byggja hana upp. Farðinn fæst í þremur litum svo hægt er að velja t.d. dekkri tón ef maður vill fá sólkyssta húð. Liturinn mun hinsvegar allaf aðlagast þínum undirtón og lýkjast þínum húðlit.

Farðinn er vegan, ofnæmisprófaður og án ilmefna sem þýðir að hann hentar einnig mjög viðkvæmri húð. Umbúðir farðans eru unnar úr Ocean Waste Plastic eða plasti sem er týnt úr sjónum og endurunnið.  Umbúðir fyrir einn farða innihalda 40% plast úr sjónum sem samsvarar 10 plastpokum sem hafa verið hreinsaðir úr sjónum.

 

Hér má sjá farðan in action!

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR